Innanlandsstarf

Rauði krossinn í Kópavogi býður nú upp á verklega skyndihjálp

18. janúar 2019

Rauði krossinn í Kópavogi býður nú upp á nýja gerð af skyndihjálparnámskeiði sem hentar vel fólki sem hefur áhuga á að læra skyndihjálp en er mjög upptekið á kvöldin. Á þessu námskeiði er fyrri hluti námskeiðisins (bóklegi hlutinn) tekin á netinu, hvenær sem hentar.

Rauði krossinn í Kópavogi býður nú upp á nýja gerð af skyndihjálparnámskeiði, Verklegt 2 tíma námskeið. Námskeiðið er eins og hin venjulegu fjögurra tíma námskeið fyrir utan að nú er hægt að taka fyrri hluta námskeiðisins (bóklega hlutann) á netinu, hvenær sem hentar. Þeir aðilar sem hafa lokið vefnámskeiðinu og hafa þannig öðlast grunnþekkingu í skyndihjálp fara svo á verklegt tveggja tíma námskeið til að öðlast verklega færni í að veita einstaklingum aðstoð í bráðatilfellum. Svona námskeið hentar vel einstaklingum sem hafa áhuga á að læra skyndihjálp en eiga erfitt með að vera frá í 4 klst á kvöldin.

Á þessu námskeiðið læra þátttakendur fjögur skref skyndihjálpar: tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.

Frekari upplýsingar veitir Rauði krossinn í Kópavogi í síma 570-4000 eða á kopavogur@redcross.is. 

Tímasetningar námskeiðanna má finna inn á skyndihjalp.is