Innanlandsstarf
Rauði krossinn í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi
19. apríl 2021
Rauða kross deildirnar í Kópavogi og í Hafnarfirði og Garðabæ hafa verið sameinaðar. Stofnfundur sameinaðrar deildar var haldinn í dag, 4. mars 2021.
Rauða kross deildir Kópavogs og Hafnarfjarðar og Garðabæjar hafa verið sameinaðar. Stofnfundur sameinaðrar deildar var haldinn, 4. mars 2021. Á fundinum var nýtt nafn sameinaðrar deildar samþykkt og er það: Rauði krossinn í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.
Karólína Stefánsdóttir var kjörin formaður sameinaðrar deildar og aðrir stjórnarmenn eru Íris Hvanndal, Hörður Bragason, Telma Hlín Helgadóttir og Jóhanna Jóhannsdóttir. Varamenn voru kosnir Guðbjörg Sveinsdóttir, Björg Sveinsdóttir og Guðfinna Guðmundsdóttir.
Í ávarpi fráfarandi formanna, Guðbjargar Sveinsdóttur frá Kópavogsdeild og Karólínu Stefánsdóttur frá Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeild, kom fram að Rauði krossinn í Hafnarfirði var stofnaður 1941, Rauði krossinn í Garðabæ 1969 og árið 2015 sameinuðust Hafnarfjarðardeild og Garðabæjardeild. Rauði krossinn í Kópavogi var stofnaður árið 1958.
Með sameiningu verður til stærri og enn öflugri deild, en samlegðaráhrifin eru veruleg. Aðall deildarinnar eru verkefni sem sporna gegn félagslegri einangrun: heimsóknavinir, gönguvinir, símavinir, hundavinir, félagsvinir eftir afplánun og prjónahópar. Einnig er lögð áhersla á námskeiðahald í skyndihjálp, sálrænum stuðningi, börn og umhverfi og slys og veikindi barna.
Sameiginlegur fjöldi sjálfboðaliða deildarinnar eru 569 og félagsmenn eru 4.118.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.