Innanlandsstarf
Rauði krossinn á Íslandi hlýtur styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála
17. apríl 2019
Þann 12. apríl sl. veitti félagsmálaráðuneytið Rauða krossinum á Íslandi 1,2 milljón króna styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála fyrir verkefnið Bætt líðan og gagnkvæm aðlögun flóttabarna og ungmenna - Orff tónlistarsmiðjur. Verkefninu er stýrt af Nínu Helgadóttur, verkefnisstjóra málefna flóttafólks hjá Rauða krossinum og Nönnu Hlíf Ingvadóttur Orff tónlistarkennara.
Þann 12. apríl sl. veitti félagsmálaráðuneytið Rauða krossinum á Íslandi 1,2 milljón króna styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála fyrir verkefnið Bætt líðan og gagnkvæm aðlögun flóttabarna og ungmenna - Orff tónlistarsmiðjur. Verkefninu er stýrt af Nínu Helgadóttur, verkefnisstjóra málefna flóttafólks hjá Rauða krossinum og Nönnu Hlíf Ingvadóttur Orff tónlistarkennara.
Markmið verkefnisins er að bjóða flóttabörnum og börnum sem fyrir eru upp á smiðjur í skapandi tónlist og hreyfingu. Vonast er til að þetta stuðli að aukinni vellíðan flóttabarnanna og gagnkvæmri aðlögun þeirra og nærsamfélagsins. Þátttaka þeirra í verkefninu á að gefa þeim færi á að tjá sig og skapa, stuðla að hópeflingu og tengslamyndun. Ásamt starfsmönnum Rauða krossins munu tveir Orff tónlistakennarar ásamt iðjuþjálfa halda þrjár helgarsmiðjur með hópunum sem um ræðir.
Rauði krossinn vill skila þakklætiskveðjum til félagsmálaráðuneytisins fyrir styrkinn.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitGísli Rafn Ólafsson ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 04. febrúar 2025Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku.
Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza
Almennar fréttir 29. janúar 2025Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar styrkir Frú Ragnheiði um 1.300.000 krónur
Almennar fréttir 24. janúar 2025Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins afhenti nýverið skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, styrk að andvirði 1.300.000 króna. Upphæðin er afrakstur sölu á jólabasar kvennadeildarinnar, auk handverks sem framleitt var af Prjónahópnum og selt í sölubúðum á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi.