Innanlandsstarf
Rauði krossinn á Íslandi hlýtur styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála
17. apríl 2019
Þann 12. apríl sl. veitti félagsmálaráðuneytið Rauða krossinum á Íslandi 1,2 milljón króna styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála fyrir verkefnið Bætt líðan og gagnkvæm aðlögun flóttabarna og ungmenna - Orff tónlistarsmiðjur. Verkefninu er stýrt af Nínu Helgadóttur, verkefnisstjóra málefna flóttafólks hjá Rauða krossinum og Nönnu Hlíf Ingvadóttur Orff tónlistarkennara.
Þann 12. apríl sl. veitti félagsmálaráðuneytið Rauða krossinum á Íslandi 1,2 milljón króna styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála fyrir verkefnið Bætt líðan og gagnkvæm aðlögun flóttabarna og ungmenna - Orff tónlistarsmiðjur. Verkefninu er stýrt af Nínu Helgadóttur, verkefnisstjóra málefna flóttafólks hjá Rauða krossinum og Nönnu Hlíf Ingvadóttur Orff tónlistarkennara.
Markmið verkefnisins er að bjóða flóttabörnum og börnum sem fyrir eru upp á smiðjur í skapandi tónlist og hreyfingu. Vonast er til að þetta stuðli að aukinni vellíðan flóttabarnanna og gagnkvæmri aðlögun þeirra og nærsamfélagsins. Þátttaka þeirra í verkefninu á að gefa þeim færi á að tjá sig og skapa, stuðla að hópeflingu og tengslamyndun. Ásamt starfsmönnum Rauða krossins munu tveir Orff tónlistakennarar ásamt iðjuþjálfa halda þrjár helgarsmiðjur með hópunum sem um ræðir.
Rauði krossinn vill skila þakklætiskveðjum til félagsmálaráðuneytisins fyrir styrkinn.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.