Innanlandsstarf
Rauði krossinn á Framadögum
23. janúar 2019
Rauði krossinn kynnir sjálfboðaliðastörf Rauða krossins á framadögum háskólanna á morgun, fimmtudaginn 24. janúar.
Rauði krossinn hlakkar mikið til að að kynna sjálfboðaliðastörf félagsins á Framadögum háskólanna á morgun, fimmtudaginn 24. janúar. Sjálfboðaliðar Rauða krossins vinna ótrúlega fjölbreytt störf með fólki í öllum kimum samfélagsins og fá þekkingu og reynslu sem nýtist víða í lífinu. Ef nemendur hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum hafa þeir tækifæri til að skrá sig á staðnum. Einnig verður boðið upp á happdrætti en í vinning er 4 klst skyndihjálparnámskeið á vegum Rauða krossins.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.