Innanlandsstarf
Perluvinkonur styrktu börn sem lifa við fátækt
04. desember 2023
Vinkonurnar og frænkurnar Tinna Gísladóttir og Árný Ýr Jónsdóttir ákváðu nýverið að nýta hæfileika sína í perli til að láta gott af sér leiða og hjálpa börnum í slæmum aðstæðum.
Snemma í október sáu vinkonurnar og frænkurnar Tinna Gísladóttir og Árný Ýr Jónsdóttir fréttir þar sem fjallað var um stríð og fátækt, svo þær ákváðu að nýta hæfileika sína í perli til að láta gott af sér leiða og hjálpa börnum í slæmum aðstæðum.
Þær sátu við í nokkrar vikur og perluðu ýmis konar skraut. Þegar þær voru búnar að fylla heilan kassa af perli gengu þær milli húsa og buðu það til sölu. Það gekk alveg ljómandi vel og í heildina söfnuðust 16.323 krónur.
Það voru því stoltar frænkur sem komu og afhentu Rauða krossinum afraksturinn og ekki skemmir gleðin við að sjá skrautið hangandi í gluggum á heimilum og bílum nágranna sinna.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.