Innanlandsstarf
Neyðarsöfnun fyrir Grindvíkinga lokið
12. mars 2024
Rauði krossinn hefur lokið neyðarsöfnuninni fyrir íbúa Grindavíkur. Hægt er að sækja um fjárstuðning til 19. mars og síðasta úthlutun úr söfnuninni fer fram þann 20. mars. Alls hefur rúmlega 51 milljón kr. safnast.

Í dag lauk neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi fyrir íbúa Grindavíkur. Alls hafa safnast 51.539.096 kr. og 47.171.230 kr. hefur verið úthlutað til Grindvíkinga í 542 styrkjum. Hægt er að sækja um fjárstuðning til og með 19. mars, en 20. mars fer svo síðasta úthlutunin fram og þá verður farið yfir síðustu umsóknirnar og afgangnum af fénu komið til Grindvíkinga.
Hægt er að sækja um fjárstuðning í gegnum þjónustumiðstöðvar fyrir Grindvíkinga. Þjónustumiðstöð er staðsett í Tollhúsinu, Tryggvagötu 19 í Reykjavík, opið virka daga milli klukkan 10-16 og í Reykjanesbæ á Smiðjuvöllum 8. Þar er opið á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum milli 14-17.
Ef fólk er í bráðum fjárhagsvanda hvetjum við það til að bóka viðtal hjá félagsráðgjöfum Grindavíkurbæjar í síma 4201100.
Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir þær gríðarlega öflugu viðtökur sem þessi söfnun fékk. Félagið heldur svo áfram að standa þétt við bakið á Grindvíkingum þrátt fyrir að neyðarsöfnuninni sé lokið með rekstri þjónustumiðstöðva og annarri aðstoð.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.