Innanlandsstarf
Neyðarsöfnun fyrir Grindvíkinga lokið
12. mars 2024
Rauði krossinn hefur lokið neyðarsöfnuninni fyrir íbúa Grindavíkur. Hægt er að sækja um fjárstuðning til 19. mars og síðasta úthlutun úr söfnuninni fer fram þann 20. mars. Alls hefur rúmlega 51 milljón kr. safnast.
Í dag lauk neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi fyrir íbúa Grindavíkur. Alls hafa safnast 51.539.096 kr. og 47.171.230 kr. hefur verið úthlutað til Grindvíkinga í 542 styrkjum. Hægt er að sækja um fjárstuðning til og með 19. mars, en 20. mars fer svo síðasta úthlutunin fram og þá verður farið yfir síðustu umsóknirnar og afgangnum af fénu komið til Grindvíkinga.
Hægt er að sækja um fjárstuðning í gegnum þjónustumiðstöðvar fyrir Grindvíkinga. Þjónustumiðstöð er staðsett í Tollhúsinu, Tryggvagötu 19 í Reykjavík, opið virka daga milli klukkan 10-16 og í Reykjanesbæ á Smiðjuvöllum 8. Þar er opið á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum milli 14-17.
Ef fólk er í bráðum fjárhagsvanda hvetjum við það til að bóka viðtal hjá félagsráðgjöfum Grindavíkurbæjar í síma 4201100.
Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir þær gríðarlega öflugu viðtökur sem þessi söfnun fékk. Félagið heldur svo áfram að standa þétt við bakið á Grindvíkingum þrátt fyrir að neyðarsöfnuninni sé lokið með rekstri þjónustumiðstöðva og annarri aðstoð.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitHéldu tombólu fyrir fátæk börn
Almennar fréttir 24. október 2024Fjórar vinkonur úr Hafnarfirði héldu nýlega tombólu til að styrkja fátæk börn í Afríku.
Vilt þú verða leiðbeinandi í skyndihjálp?
Almennar fréttir 14. október 2024Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir leiðbeinendanámskeiði í Skyndihjálp dagana 5. - 8. mars 2025.
Opnuðu litlu Melabúðina til styrktar börnum á Gaza
Almennar fréttir 11. október 2024Vinkonurnar Matthildur Atladóttir, Laufey Hrefna Theodórsdóttir, Halldóra Guðrún Johnson og Anna Jakobína Hjaltadóttir stofnuðu litla búð fyrir utan Melabúðina og seldu alls kyns hluti til styrktar börnum á Gaza.