Innanlandsstarf
Kynntu geðheilbrigðisstarf og sálrænan stuðning við flóttafólk
31. ágúst 2022
Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Sóley Ómarsdóttir kynntu starf Rauða krossins í geðheilbrigði og sálfélagslegum stuðningi við flóttafólk fyrir teymi sálfræðinga hjá Velferðasviði Reykjavíkurborgar.

Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna, og Sóley Ómarsdóttir, sérfræðingur í sálfélagslegum stuðningi, kynntu starf Rauða krossins í geðheilbrigði og sálfélagslegum stuðningi við flóttafólk fyrir teymi sálfræðinga sem Alþjóðateymi Velferðasviðs Reykjavíkurborgar heldur utan um.
Í teyminu eru skólasálfræðingar frá öllum hverfamiðstöðvum borgarinnar, Barnavernd Reykjavíkur, Ráðgjafar- og greiningarstöð og Þróunarmiðstöð Íslenskrar Heilsugæslu.
Markmið fundarins var að efla samstarf á milli Reykjavíkurborgar og Rauða krossins og deila þekkingu og reynslu í geðheilbrigðismálum- og gagnkvæmri aðlögun flóttafólks.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sunna Ósk ráðin upplýsingafulltrúi
Almennar fréttir 10. mars 2025Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð
Almennar fréttir 06. mars 2025Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 í Múlanum - samvinnuhúsi, Bakkavegi 5, 740 Neskaupsstað

Þingmenn skuldbinda sig til að tala fyrir málefnum barna á Alþingi
Almennar fréttir 03. mars 2025Hópur tíu þingmanna allra flokka á Alþingi skrifuðu undir yfirlýsingu í dag sem fól í sér skuldbindingu um að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu og leitast við að tileinka sér barnvæn sjónarmið. Þetta var í sjöunda skiptið sem talsmenn barna á Alþingi eru skipaðir og er verkefnið samstarf Barnaréttindavaktarinnar. Að Barnaréttindavaktinni standa níu félagasamtök sem láta sig réttindi og velferð barna varða. Það eru Barnaheill, Heimili og skóli, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn, Samfés, UMFÍ, UNICEF á Íslandi, Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök.