Innanlandsstarf
Kynntu geðheilbrigðisstarf og sálrænan stuðning við flóttafólk
31. ágúst 2022
Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Sóley Ómarsdóttir kynntu starf Rauða krossins í geðheilbrigði og sálfélagslegum stuðningi við flóttafólk fyrir teymi sálfræðinga hjá Velferðasviði Reykjavíkurborgar.
Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna, og Sóley Ómarsdóttir, sérfræðingur í sálfélagslegum stuðningi, kynntu starf Rauða krossins í geðheilbrigði og sálfélagslegum stuðningi við flóttafólk fyrir teymi sálfræðinga sem Alþjóðateymi Velferðasviðs Reykjavíkurborgar heldur utan um.
Í teyminu eru skólasálfræðingar frá öllum hverfamiðstöðvum borgarinnar, Barnavernd Reykjavíkur, Ráðgjafar- og greiningarstöð og Þróunarmiðstöð Íslenskrar Heilsugæslu.
Markmið fundarins var að efla samstarf á milli Reykjavíkurborgar og Rauða krossins og deila þekkingu og reynslu í geðheilbrigðismálum- og gagnkvæmri aðlögun flóttafólks.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.