Innanlandsstarf

Kvennadeild styrkti tómstundasjóð flóttabarna

27. febrúar 2023

Kvennadeild Rauða krossins styrkti sjóðinn um eina milljón króna.

Hér sést hluti af handverkshópnum ásamt Marín Þórsdóttur, deildarstjóra höfuðborgardeildar, sem tók við framlaginu.

Handverkshópur Kvennadeildar Rauða krossins náði að safna einni milljón króna á árlegum jólabasar sínum og í ár var ákveðið að styrkja tómstundasjóð flóttabarna, sem fjármagnar tómstundastarf fyrir börn flóttafólks á Íslandi.

Hér má finna nánari upplýsingar um sjóðinn og úthlutunarreglur hans.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kvennadeildin lætur afrakstur jólabasarsins renna til góðs málefnis, en í fyrra var Ferðafélagið Víðsýn styrkt.

Við þökkum Kvennadeildinni kærlega fyrir rausnarlegt framlag þeirra í þágu mannúðar!