Innanlandsstarf
Kvennadeild styrkti tómstundasjóð flóttabarna
27. febrúar 2023
Kvennadeild Rauða krossins styrkti sjóðinn um eina milljón króna.
Handverkshópur Kvennadeildar Rauða krossins náði að safna einni milljón króna á árlegum jólabasar sínum og í ár var ákveðið að styrkja tómstundasjóð flóttabarna, sem fjármagnar tómstundastarf fyrir börn flóttafólks á Íslandi.
Hér má finna nánari upplýsingar um sjóðinn og úthlutunarreglur hans.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kvennadeildin lætur afrakstur jólabasarsins renna til góðs málefnis, en í fyrra var Ferðafélagið Víðsýn styrkt.
Við þökkum Kvennadeildinni kærlega fyrir rausnarlegt framlag þeirra í þágu mannúðar!
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.