Innanlandsstarf
Kópavogsdeild Rauða krossins fer í sumarfrí
06. júlí 2020
Kópavogsdeild Rauða krossins er lokuð frá og með 1. júlí til 4. ágúst.
-English below-
Kópavogsdeild Rauða krossins er lokuð fráog með 1. júlí til 4. ágúst. Takk kæru sjálfboðaliðar fyrir samstarfið og gleðilegt sumar!
Hægt er að hafa samband við LandsskrifstofuRauða krossins í Efstaleiti 9 í Reykjavík. Opnunartíminn er kl. 9:00 til 16:00 alla virka daga nema föstudaga 9:00-14:30. Við minnum einnig áað Hjálparsíminn 1717 er opinn allan sólarhringinn.
Hér í viðhengi má sjá heimsóknavini Rauðakrossins heimsækja leikskólann Gefnarborg í Garði. Hildur (og Vaca) segja frá reynslu sinni sem hundavinir:
“Ástæðanfyrir því að ég gerðist heimsóknarvinur með hund í leikskóla er að ég erleikskólakennari í Leikskólanum Gefnarborg í Garði. Þar höfum við undanfarið verið að þróa okkurí skynörvun barna. Mér fannst það mikilvægt að Veca færi í gegnum hunda-heimsóknavinanámskeið ef ég ætlaði að fara með hana í heimsóknir á leikskólann. Mér fannst námskeiðiðfrábært og vel að öllu staðið. Það var gaman að sjá Vecu fara í gegnumallskonar áreiti og standast matið. Til að byrja með höfum við Veca farið ívettvangsferðir með börnum. Það er margt sem börnin geta lært ognotið góðs af að umgangast Vecu. Þau fá að njóta nærveru við hund, þau sem eruhrædd við hunda fá tækifæri til að komast yfir hræðsluna, þau læra að beravirðingu fyrir og umgangast dýr. Börnin fá aukna þekking á hundum og læra hvernig eigi að haga sér áöruggan og viðeigandi hátt í kringum þá. Hundar örva flest skynfæri (snerting,sjón, heyrn, lykt) Börnin fá að snerta Vecu og velta fyrir sér ýmsum spurningumeins og til dæmis hvernig er að koma við feldinn, er hann mjúkur eða harður,kaldur eða heitur, hvernig líður Vecu, er hún glöð eða leið, hvað gerum við efvið sjáum hund sem við þekkjum ekki og svo framvegis. Heimsóknir Vecu eykurþannig einnig orðaforða barnanna. Við erum rétt að byrja og eigum eftir að þróaokkur áfram og fá reynslu. Veca er mikilvægur Heimsóknarvinur Rauðakrossins.”
***
The Red Cross in Kópavogur is closed from July 1st to August 4th. Thank you dear volunteers for the collaboration, enjoy the summer!
You can contact the main office of RedCross at Efstaleiti 9 in Reykjavik. The opening hours are 9:00-16:00 allweekdays except Fridays 9:00-14:30. The helpline phone 1717 is open 24/7.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.