Innanlandsstarf
Kópavogsdeild óskar eftir formanni
31. janúar 2020
Formaður Rauða krossins í Kópavogi stýrir 3 stærstu deild landsins.
Framsækinn einstaklingur óskast til að stýra Rauða krossinum í Kópavogi.
Kópavogsdeild Rauða krossins er stýrt af stjórn fjölbreyttra sjálfboðaliða með tengsl við nærsamfélagið. Deildin vinnur ötult starf gegn félagslegri einangrun í samfélaginu og stýrir verkefnum á borð við Hundavini, Heimsóknavini, Félagsvini eftir afplánun auk fjölda smærri verkefna. Deildin leggur áherslu á að finna nýjar leiðir til að koma til móts við þarfir fólks í samfélaginu.
Rauði krossinn í Kópavogi er þriðja stærsta deild Rauða krossins á Íslandi, með um 2000 félaga og 300 sjálfboðaliða.
Formaður deildarinnar, David Lynch, mun í mars hætta störfum eftir 6 ára starf og nú vantar nýjan formann í Kópavogsdeild Rauða krossins. Ef þú hefur áhuga, eða þekkir einhvern góðan, endilega sendu línu á silja@redcross.is fyrir 20. febrúar 2020.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.