Innanlandsstarf
Kanntu skyndihjálp?
11. febrúar 2019
Rauði krossinn í Kópavogi býður reglulega upp á fjölbreytt námskeið í skyndihjálp, bæði fyrir börn og fullorðna. Lærðu skyndihjálp til þess að geta aðstoðað og jafnvel bjargað einstaklingi í neyð.
Nauðsynlegt er að kunna skyndihjálp til þess að geta veitt fyrstu hjálp á slysstað og bjargað mannslífi. Við vitum aldrei hvenær við þurfum á þessari mikilvægu þekkingu að halda og oftar en ekki er það einhver nákomin sem þarf á tafarlausri hjálp að halda vegna slyss eða skyndilegra veikinda og þá getur skipt sköpum að kunna til verka. Í skyndihjálp læriru ótal margt sem snýr að því að hlúa að fólki sem verður fyrir slysi eða bráðum veikindum. Þar má læra allt frá því að þekkja einkenni heilablóðfalls eða stöðva blóðnasir yfir í það að beita endurlífgun á einstaklingi í hjartastoppi. Slys og veikindi gerast allt í kringum okkur og geta fyrstu viðbrögð viðstaddra skipt sköpum fyrir þann sem slasast eða veikist.
Rauði krossinn í Kópavogi býður reglulega upp á fjölbreytt námskeið í skyndihjálp, bæði fyrir börn og fullorðna. Á árinu 2018 hélt Rauði krossinn í Kópavogi 28 námskeið í skyndihjálp af einhverjum toga og var fjöldi þátttakenda 471. Námskeiðin sem Rauði krossinn býður reglulega upp á eru 4 klst. skyndihjálparnámskeið, 2 klst verkleg námskeið, Slys og veikindi barna sem og Börn og umhverfi. Þar að auki hefur deildin sett upp námskeið eftir þörfum fyrir stofnanir og fyrirtæki í nærsamfélaginu.
Á 4 klst. skyndihjálparnámskeiði er farið í grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðning og er markmiðið að fólk öðlist lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Það hentar því öllum sem vilja læra grunntökin eða rifja upp það helsta.
Í ár mun Kópavogsdeild byrja á að bjóða upp á verklega skyndihjálp en þá er boðið upp á bóklegt netnámskeið og þátttakendur mæta síðan á 2 klst verklegt námskeið í Hamraborg 11. Tilgangur þessa námskeiða er að gefa sem flestum færi á að læra skyndihjálp en margir hafa ekki tök á að mæta á fjögurra klukkustunda námskeið.
Á námskeiðinu Slys og veikindi barna er einnig farið í grunnatriði skyndihjálpar en þar er einblínt á slys og veikindi sem ung börn verða frekar fyrir. Námskeiðið hentar því vel foreldrum, dagmæðrum, starfsfólki leikskóla og öðrum sem umgangast mikið ung börn.
Börn og umhverfi er ætlað börnum 12 ára og eldri. Á því námskeiði er markmiðið að þátttakendur læri að umgangast börn á ýmsum aldri, þekki helstu slysavarnir og gildi þeirra og geta brugðist við algengum áverkum og veikindum barna. Það hentar því vel eldri systkynum eða frændsystkynum. Þessi námskeið eru haldin á hverju vori og verða næstu námskeið í mars-júní 2019.
Lestu meira um skyndihjálp, sjáðu hvaða fleiri námskeið Rauði krossinn býður upp á og skráðu þig inn á skyndihjalp.is
Frekari upplýsingar veitir Rauði krossinn í Kópavogi í síma 570-4000 eða á kopavogur@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.