Innanlandsstarf
Hefurðu fjóra tíma aflögu á mánuði til þess að veita félagsskap og hlýju?
19. febrúar 2019
Rauði krossinn í Kópavogi óskar eftir heimsóknavinum
Rauði krossinn íKópavogi óskar eftir heimsóknavinum. Hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremstað veita félagsskap, nærveru og hlýju. Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar, semheimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- oghjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur t.d. veriðspjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis. Viðmiðer að heimsóknartími sé um klukkustund einu sinni í viku. Hvenær og hvarheimsóknin á sér stað er samkomulagsatriði hjá gestgjafa og heimsóknavini.
Sjálfboðaliðarnirsækja undirbúningsnámskeið hjá Rauða krossinum og eru bundnir trúnaði við þásem þeir heimsækja.
Ef þú vilt gerastheimsóknavinur þá fer skráning fram hér. Ef þú vilt fáheimsóknavin þá er hægt að sækja umhér. Frekari upplýsingar erhægt að finna undir vinaverkefni eða hafa samband í síma 570 4063 eða 570 4000eða senda póst á kopavogur@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.

Mikil neyð í Mjanmar
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mjanmar eru að störfum við erfiðar aðstæður á hamfarasvæðum eftir jarðskjálftana miklu.