Innanlandsstarf
Frú Ragnheiður keyrir öll jólin
22. desember 2022
Skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður verður á ferðinni milli klukkan 18-21 alla hátíðardagana sem eru framundan og verður með jólamat og jólagjafir, auk hefðbundinnar þjónustu.
Mikilvægt er að þjónustan falli ekki niður yfir hátíðirnar og Rauði krossinn er afar þakklátur sjálfboðaliðum verkefnisins fyrir að vera tilbúin til að standa vaktirnar yfir hátíðirnar.
„Við höfum fundið fyrir því í gegnum árin hversu mikilvægt það er fyrir notendur Frú Ragnheiðar að þjónustan okkar haldist óskert yfir hátíðirnar,“ segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir, teymisstýra Skaðaminnkunar. „Jólin geta verið þungbær, en mörg af notendum Frú Ragnheiðar hafa misst tengsl við fjölskyldur sínar og því er mikilvægt að við séum til staðar.“
Örugg og þægileg jólastemmning
„Sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar standa vaktirnar yfir hátíðirnar sem og öll önnur kvöld. Við verðum með gjafir og jólamat og leggjum upp með að mynda örugga og þægilega stemningu í bílnum,“ segir Hafrún. „Það er ómetanlegt fyrir verkefnið að sjálfboðaliðar séu tilbúin að gefa tíma sinn á þessum dögum því án þeirra gætum við ekki þjónustað notendur okkar á þessum viðkvæmu tímum.“
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitGísli Rafn Ólafsson ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 04. febrúar 2025Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku.
Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza
Almennar fréttir 29. janúar 2025Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar styrkir Frú Ragnheiði um 1.300.000 krónur
Almennar fréttir 24. janúar 2025Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins afhenti nýverið skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, styrk að andvirði 1.300.000 króna. Upphæðin er afrakstur sölu á jólabasar kvennadeildarinnar, auk handverks sem framleitt var af Prjónahópnum og selt í sölubúðum á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi.