Innanlandsstarf
Frú Ragnheiður keyrir öll jólin
22. desember 2022
Skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður verður á ferðinni milli klukkan 18-21 alla hátíðardagana sem eru framundan og verður með jólamat og jólagjafir, auk hefðbundinnar þjónustu.

Mikilvægt er að þjónustan falli ekki niður yfir hátíðirnar og Rauði krossinn er afar þakklátur sjálfboðaliðum verkefnisins fyrir að vera tilbúin til að standa vaktirnar yfir hátíðirnar.
„Við höfum fundið fyrir því í gegnum árin hversu mikilvægt það er fyrir notendur Frú Ragnheiðar að þjónustan okkar haldist óskert yfir hátíðirnar,“ segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir, teymisstýra Skaðaminnkunar. „Jólin geta verið þungbær, en mörg af notendum Frú Ragnheiðar hafa misst tengsl við fjölskyldur sínar og því er mikilvægt að við séum til staðar.“
Örugg og þægileg jólastemmning
„Sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar standa vaktirnar yfir hátíðirnar sem og öll önnur kvöld. Við verðum með gjafir og jólamat og leggjum upp með að mynda örugga og þægilega stemningu í bílnum,“ segir Hafrún. „Það er ómetanlegt fyrir verkefnið að sjálfboðaliðar séu tilbúin að gefa tíma sinn á þessum dögum því án þeirra gætum við ekki þjónustað notendur okkar á þessum viðkvæmu tímum.“
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sunna Ósk ráðin upplýsingafulltrúi
Almennar fréttir 10. mars 2025Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð
Almennar fréttir 06. mars 2025Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 í Múlanum - samvinnuhúsi, Bakkavegi 5, 740 Neskaupsstað

Þingmenn skuldbinda sig til að tala fyrir málefnum barna á Alþingi
Almennar fréttir 03. mars 2025Hópur tíu þingmanna allra flokka á Alþingi skrifuðu undir yfirlýsingu í dag sem fól í sér skuldbindingu um að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu og leitast við að tileinka sér barnvæn sjónarmið. Þetta var í sjöunda skiptið sem talsmenn barna á Alþingi eru skipaðir og er verkefnið samstarf Barnaréttindavaktarinnar. Að Barnaréttindavaktinni standa níu félagasamtök sem láta sig réttindi og velferð barna varða. Það eru Barnaheill, Heimili og skóli, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn, Samfés, UMFÍ, UNICEF á Íslandi, Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök.