Innanlandsstarf
Framlag frá Færeyjum og úthlutun heldur áfram
02. febrúar 2024
Rauði krossinn í Færeyjum hefur stutt neyðarsöfnunina fyrir Grindvíkinga og um helmingnum af því fé sem hefur safnast hefur verið úthlutað. Úthlutun stendur yfir þar til allt fé sem safnast er komið til Grindvíkinga.

Rauði krossinn á Íslandi hefur fengið tæplega 10 milljón króna framlag frá Rauða krossinum í Færeyjum í neyðarsöfnunina fyrir Grindvíkinga. Rauði krossinn á Íslandi hefur nú alls úthlutað rétt rúmlega 20 milljónum króna til Grindvíkinga.
Rauði krossinn í Færeyjum hafði samband við Rauða krossinn á Íslandi og bauð fram stuðning við söfnunina, en þau vildu leggja sitt af mörkum til að styðja Grindvíkinga á þessum erfiðu tímum. Ákveðið var að blása til söfnunar og afrakstur hennar er nú kominn til skila til Rauða krossins á Íslandi.
Rauði krossinn á Íslandi er afar þakklát systurfélagi sínu í Færeyjum, enda er ómetanlegt að eiga svona góða granna, sem rétta fram hjálparhönd óumbeðnir.
Tæpur helmingur kominn til Grindvíkinga
Alls hefur Rauði krossinn á Íslandi nú safnað rúmlega 41 milljón króna, en söfnunin er enn í fullum gangi. Þar af hefur rétt rúmlega 20 milljónum króna verið úthlutað til 642 Grindvíkinga.
Úthlutunin er einnig enn yfirstandandi og hún heldur áfram þar til öllu því fé sem hefur safnast hefur verið komið til Grindvíkinga, að undanskildum kostnaði við söfnunina, sem er vel innan við 1% af heildarupphæðinni.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sunna Ósk ráðin upplýsingafulltrúi
Almennar fréttir 10. mars 2025Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð
Almennar fréttir 06. mars 2025Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 í Múlanum - samvinnuhúsi, Bakkavegi 5, 740 Neskaupsstað

Þingmenn skuldbinda sig til að tala fyrir málefnum barna á Alþingi
Almennar fréttir 03. mars 2025Hópur tíu þingmanna allra flokka á Alþingi skrifuðu undir yfirlýsingu í dag sem fól í sér skuldbindingu um að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu og leitast við að tileinka sér barnvæn sjónarmið. Þetta var í sjöunda skiptið sem talsmenn barna á Alþingi eru skipaðir og er verkefnið samstarf Barnaréttindavaktarinnar. Að Barnaréttindavaktinni standa níu félagasamtök sem láta sig réttindi og velferð barna varða. Það eru Barnaheill, Heimili og skóli, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn, Samfés, UMFÍ, UNICEF á Íslandi, Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök.