Innanlandsstarf
Framlag frá Færeyjum og úthlutun heldur áfram
02. febrúar 2024
Rauði krossinn í Færeyjum hefur stutt neyðarsöfnunina fyrir Grindvíkinga og um helmingnum af því fé sem hefur safnast hefur verið úthlutað. Úthlutun stendur yfir þar til allt fé sem safnast er komið til Grindvíkinga.
Rauði krossinn á Íslandi hefur fengið tæplega 10 milljón króna framlag frá Rauða krossinum í Færeyjum í neyðarsöfnunina fyrir Grindvíkinga. Rauði krossinn á Íslandi hefur nú alls úthlutað rétt rúmlega 20 milljónum króna til Grindvíkinga.
Rauði krossinn í Færeyjum hafði samband við Rauða krossinn á Íslandi og bauð fram stuðning við söfnunina, en þau vildu leggja sitt af mörkum til að styðja Grindvíkinga á þessum erfiðu tímum. Ákveðið var að blása til söfnunar og afrakstur hennar er nú kominn til skila til Rauða krossins á Íslandi.
Rauði krossinn á Íslandi er afar þakklát systurfélagi sínu í Færeyjum, enda er ómetanlegt að eiga svona góða granna, sem rétta fram hjálparhönd óumbeðnir.
Tæpur helmingur kominn til Grindvíkinga
Alls hefur Rauði krossinn á Íslandi nú safnað rúmlega 41 milljón króna, en söfnunin er enn í fullum gangi. Þar af hefur rétt rúmlega 20 milljónum króna verið úthlutað til 642 Grindvíkinga.
Úthlutunin er einnig enn yfirstandandi og hún heldur áfram þar til öllu því fé sem hefur safnast hefur verið komið til Grindvíkinga, að undanskildum kostnaði við söfnunina, sem er vel innan við 1% af heildarupphæðinni.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitGísli Rafn Ólafsson ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 04. febrúar 2025Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku.
Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza
Almennar fréttir 29. janúar 2025Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar styrkir Frú Ragnheiði um 1.300.000 krónur
Almennar fréttir 24. janúar 2025Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins afhenti nýverið skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, styrk að andvirði 1.300.000 króna. Upphæðin er afrakstur sölu á jólabasar kvennadeildarinnar, auk handverks sem framleitt var af Prjónahópnum og selt í sölubúðum á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi.