Innanlandsstarf
Föt sem framlag prjónahóparnir sitja ekki auðum höndum
04. nóvember 2020
Sjálfboðaliðar í prjónahópnum halda áfram að prjóna heima og umsækjendur um alþjóðlega vernd, flóttafólk og aðrir sem á þurfa að halda, njóta góðs af og fá hlýja vettlinga, húfur og ullarsokka.
Þrátt fyrir að Föt sem framlag hóparnir hafi ekki getað hist undanfarið vegna sóttvarnarreglna sitja sjálfboðaliðarnir ekki auðum höndum. Sjálfboðaliðar í prjónahópnum halda áfram að prjóna heima og umsækjendur um alþjóðlega vernd, flóttafólk og aðrir sem á þurfa að halda, njóta góðs af og fá hlýja vettlinga, húfur og ullarsokka svo eitthvað sé nefnt.
Við kunnum okkar frábæru sjálfboðaliðum bestu þakkir fyrir hlýhuginn og eljuna og vonum að hægt verði að hittast í vikulegum samverum sem allra fyrst aftur. Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að taka þátt í prjónaverkefninu: hafnarfjordur.gardabaer@redcross.is
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.