Innanlandsstarf

Föt sem framlag prjónahóparnir sitja ekki auðum höndum

04. nóvember 2020

Sjálfboðaliðar í prjónahópnum halda áfram að prjóna heima og umsækjendur um alþjóðlega vernd, flóttafólk og aðrir sem á þurfa að halda, njóta góðs af og fá hlýja vettlinga, húfur og ullarsokka.

Þrátt fyrir að Föt sem framlag hóparnir hafi ekki getað hist undanfarið vegna sóttvarnarreglna sitja sjálfboðaliðarnir ekki auðum höndum. Sjálfboðaliðar í prjónahópnum halda áfram að prjóna heima og umsækjendur um alþjóðlega vernd, flóttafólk og aðrir sem á þurfa að halda, njóta góðs af og fá hlýja vettlinga, húfur og ullarsokka svo eitthvað sé nefnt.
Við kunnum okkar frábæru sjálfboðaliðum bestu þakkir fyrir hlýhuginn og eljuna og vonum að hægt verði að hittast í vikulegum samverum sem allra fyrst aftur. Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að taka þátt í prjónaverkefninu: hafnarfjordur.gardabaer@redcross.is