Innanlandsstarf
Föt sem framlag prjónahóparnir sitja ekki auðum höndum
04. nóvember 2020
Sjálfboðaliðar í prjónahópnum halda áfram að prjóna heima og umsækjendur um alþjóðlega vernd, flóttafólk og aðrir sem á þurfa að halda, njóta góðs af og fá hlýja vettlinga, húfur og ullarsokka.
Þrátt fyrir að Föt sem framlag hóparnir hafi ekki getað hist undanfarið vegna sóttvarnarreglna sitja sjálfboðaliðarnir ekki auðum höndum. Sjálfboðaliðar í prjónahópnum halda áfram að prjóna heima og umsækjendur um alþjóðlega vernd, flóttafólk og aðrir sem á þurfa að halda, njóta góðs af og fá hlýja vettlinga, húfur og ullarsokka svo eitthvað sé nefnt.
Við kunnum okkar frábæru sjálfboðaliðum bestu þakkir fyrir hlýhuginn og eljuna og vonum að hægt verði að hittast í vikulegum samverum sem allra fyrst aftur. Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að taka þátt í prjónaverkefninu: hafnarfjordur.gardabaer@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.