Innanlandsstarf
Félagsvinir eftir afplánun -Sérfræðingur í mannauðsmálum á opnu húsi
21. mars 2019
Á opnu húsi, 27. mars verður Gauja Hálfdánardóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum með kynningu á gerð ferilskrár ásamt hagnýtum atriðum við atvinnuviðtöl.
Á opnu húsi 27. mars verður Gauja Hálfdánardóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum með kynningu á gerð ferilskrár ásamt hagnýtum atriðum við atvinnuviðtöl.
Opið hús er alla miðvikudaga frá klukkan 19:00 til 21:00. Þar er hægt að fá upplýsingar og stuðning og jafnvel hitta annað fólk sem hefur sömu reynslu að baki. Þar verður einnig boðið upp á stutt fræðsluerindi og ýmis konar aðstoð svo sem við gerð ferilskrár, atvinnuleit, áhugasviðskönnun og fleira sem nýtist við daglegt líf. Léttar veitingar í boði.
-----
Next Wednesday, on March 27th Gauja Hálfdánardóttir, a human resources specialist will be at our open house to provide important information about how to make a CV and how to present yourself at job interviews.
Our open house is every Wednesday from 19:00-21:00. There you can meet other people that have similar experience and seek advice and support. We offer short informative presentations and help with e.g. making a CV, job seeking, interest surveys and more topics that are useful in daily life.
Light refreshments available.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.