Innanlandsstarf

Félagsvinir eftir afplánun - Opið hús fellur niður 5. des

03. desember 2018

Opið hús fyrir verkefnið félagsvinir eftir afplánun fellur niður 5. desember vegna sjálfboðaliðagleði.

Opið hús fyrir verkefnið félagsvinir eftir afplánun fellur niður 5. desember vegna sjálfboðaliðagleði. Næsta opna hús verður 12. desember frá klukkan 19-21 í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi, Hamraborg 11. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Fréttir af starfinu

Fréttayfirlit

Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co

Almennar fréttir 03. desember 2024

Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.

Kristín S. Hjálmtýsdóttir lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi

Almennar fréttir 02. desember 2024

Stjórn Rauða krossins á Íslandi og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins síðastliðin 9 ár, hafa gert samkomulag um starfslok hennar. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði Kristínar, sem hefur nú þegar látið af störfum. Arna Harðardóttir sem gengt hefur starfi fjármálastjóra mun taka við verkefnum framkvæmdastjóra samhliða sínum störfum þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn. Staðan verður auglýst innan skamms.

Jólamerkimiðar Rauða krossins 2024 eru komnir út

Almennar fréttir 28. nóvember 2024

Jólamerkimiðar Rauða krossins 2024 eru farnir í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu. Hægt verður að nálgast þá í verslunum Kjörbúðar, Krambúðar og N1 á landsbyggðinni. Í ár eru jólamerkimiðarnir skreyttir með myndum sem myndlistarkonan Sísí Ingólfsdóttir gerði sérstaklega fyrir miðana.