Innanlandsstarf
Félagsvinir eftir afplánun
17. október 2019
Hlutverk Rauða krossins er fyrst og fremst að koma að þar sem þörfin er mest og úrræðin fæst. Hugmyndin með verkefninu er að aðstoða fanga á meðan og eftir að afplánun lýkur.
\r\n
Fyrstu mánuðirnir eftir að afplánun lýkur skipta höfuðmáli þegar kemur að því að einstaklingar nái að fóta sig í samfélaginu eftir fangelsisvist. Markmið verkefnisins er að veita stuðning til einstaklinga sem eftir því óska og er sá stuðningur mjög einstaklingsbundinn. Félagslegur stuðningur við fyrrum fanga er mikilvægur til að reyna að koma í veg fyrir að einstaklingarnir brjóti af sér aftur og nái að aðlagast samfélaginu með besta móti. Verkefnið er tvískipt ; í fyrsta lagi er opið hús alla miðvikudaga frá klukkan 19-21 hjá Rauða krossinum í Kópavogi, Hamraborg 11, 2 hæð. Þar geta fyrrum fangar fengið t.d. upplýsingar um réttindi sín og félagsskap sem og boðið upp á ýmis fræðsluerindi. Í öðru lagi, geta þeir sem eru að ljúka afplánun og fyrrum fangar sótt um félagsvin. Félagsvinur er sjálfboðaliði sem styður þátttakanda við ýmislegt er snýr að daglegu lífi og þær áskoranir sem taka við þegar afplánun lýkur, sem dæmi getur félgasvinur farið með þátttakenda í viðtöl til félagsráðgjafa, umboðsmanns skuldara eða á aðrar stofnanir. Einnig aðstoðar félagsvinurinn við að kynna nýtt félagsnet hvort sem það er í gegn um íþróttir eða aðrar tómstundir, allt eftir óskum þátttakanda. Sjálfboðaliðar verkefnisins fara einnig í reglulegar heimsóknir á Hólmsheiðina, Sogn og Litla-Hraun. Tilgangurinn með heimsóknunum er að vekja athygli á verkefninu og byggja upp traust.
Hægt er að sækja um félagsvin eða gerast sjálfboðaliði í verkefninu með því að hafa samband við Rauða krossinn í Kópavogi s. 570-4061 eða á sigridur.ella@redcross.is. Frekari upplýsingar um verkefnið er inn á https://www.raudikrossinn.is/felagsvinir.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.

Mikil neyð í Mjanmar
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mjanmar eru að störfum við erfiðar aðstæður á hamfarasvæðum eftir jarðskjálftana miklu.

Bráðaliðar drepnir við störf sín
Alþjóðastarf 31. mars 2025Alþjóðaráð Rauða krossins segir svívirðilegt að átta bráðaliðar á vegum palestínska Rauða hálfmánans, auk starfsmanna almannavarna á Gaza og Sameinuðu þjóðanna, hafi verið drepnir við störf sín á svæðinu.