Innanlandsstarf
Fatakortaúthlutun hjá Rauða krossinum við Eyjafjörð
20. desember 2022
Í síðustu viku úthlutaði Rauði krossinn við Eyjafjörð fatakortum að andvirði yfir 2,6 milljóna króna.
Í síðustu viku úthlutaði Rauði krossinn við Eyjafjörð 524 fatakortum til fólks á starfssvæði deildarinnar sem óskaði eftir aðstoð í gegnum jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis.
Að Velferðarsjóðnum standa Rauði krossinn við Eyjafjörð, Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og Hjálpræðisherinn. Hvert fatakort er að verðmæti 5.000 krónur og nemur úthlutun Rauða krossins að þessu sinni því samtals rúmum 2,6 milljónum króna, en í heildina hefur úthlutun í formi fatakorta árið 2022 numið 6,2 milljónum króna á árinu.
Þessa vikuna er svo 50% afsláttur af öllu nema ullarvörum í verslun Rauða krossins á Akureyri, svo hægt er að auka verðmæti hvers korts verulega.
Við þökkum þeim sem komið hafa fötum sem ekki eru lengur í notkun til okkar og ekki síður þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem koma að flokkun og sölu fatnaðar, því án sjálfboðaliða væri þessi aðstoð ekki möguleg.
--
Rauði krossinn við Eyjafjörð sinnir afar fjölbreyttum verkefnum og veitir ekki af fleiri sjálfboðaliðum. Hefurðu áhuga á að taka þátt? Skráðu þig þá hérna.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitGísli Rafn Ólafsson ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 04. febrúar 2025Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku.
Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza
Almennar fréttir 29. janúar 2025Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar styrkir Frú Ragnheiði um 1.300.000 krónur
Almennar fréttir 24. janúar 2025Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins afhenti nýverið skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, styrk að andvirði 1.300.000 króna. Upphæðin er afrakstur sölu á jólabasar kvennadeildarinnar, auk handverks sem framleitt var af Prjónahópnum og selt í sölubúðum á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi.