Innanlandsstarf
Börn í leikskólanum Norðurbergi styrkja heilsugæslu á hjólum\r\ní Sómalíu
14. janúar 2020
Nítjánda árið í röð hafa börn í leikskólanum Norðurbergi safnað flöskum og gefið ágóðann til Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ. Í ár söfnuðu börnin og fjölskyldur þeirra 31.192 kr en aldrei hefur safnast jafn mikið.
Nítjánda árið í röð hafa börn í leikskólanum Norðurbergi safnað flöskum og gefið ágóðann til Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ. Í ár söfnuðu börnin og fjölskyldur þeirra 31.192 kr en aldrei hefur safnast jafn mikið. Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir dyggan stuðning barnanna í Norðurbergi, fjölskyldna þeirra og starfsmanna leikskólans Norðurbergs.
Framlög úr fjáröflunum barna fyrir Rauða krossinn eru jafnan notuð til að leggja börnum annars staðar í heiminum lið. Í ár rennur allt fé sem börn á Íslandi hafa safnað fyrir Rauða krossinn til heilsugæslu á hjólum í Sómalíu. Með þessu framlagi barna á leikskólanum Norðurbergi hafa alls rúmar 430.000 krónur safnast til verkefnisins.
Sjá nánar um heilsugæslu á hjólum hér .
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza
Alþjóðastarf 14. mars 2025Tæplega tíu milljónir króna söfnuðust í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) fyrir íbúa Gaza. Söfnunin hófst í janúar og er nú lokið. „Enn og aftur sýna landsmenn að þeir eru til staðar fyrir fólk í mikilli neyð,“ segir Sólrún María Ólafsdóttir, teymisstjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum.

Sunna Ósk ráðin upplýsingafulltrúi
Almennar fréttir 10. mars 2025Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð
Almennar fréttir 06. mars 2025Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 í Múlanum - samvinnuhúsi, Bakkavegi 5, 740 Neskaupsstað