Innanlandsstarf
Alltaf bætast í hópinn nýir hundavinir Rauða krossins
19. nóvember 2019
Alltaf bætast í hópinn nýir hundavinir Rauða krossins. Í október síðastliðnum útskrifuðust 5 hundavinir. Rauði krossinn er afar heppinn að hafa metnaðarfulla og reynda sjálfboðaliða sem halda utan um hundavinanámskeið Rauða krossins.
Alltaf bætast íhópinn nýir hundavinir Rauða krossins. Í október síðastliðnum útskrifuðust 5 hundavinirog geta þeir nú heimsótt hópa eða einstaklinga sem eftir því óska.
Rauði krossinner afar heppinn að hafa metnaðarfulla og reynda sjálfboðaliða sem halda utan umhundavinanámskeið Rauða krossins sem er annars vegar bóklegt og hins vegar verklegt.Fyrst þurfa þó hundarnir sem og eigendur þeirra að standast svokallaðgrunnhundamat þar sem metið er hæfni þeirra við að gerast hundavinir Rauða krossinsog stunda heimsóknir.
Hundar geta náðafar vel til fólks og stundum betur en við mannfólkið. Verkefnið hefur notiðmikilla vinsælda á síðastliðnum árum og eru nú um 50 hundavinir sem heimsækja fjölbreyttanhóp fólks um land allt.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.

Mikil neyð í Mjanmar
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mjanmar eru að störfum við erfiðar aðstæður á hamfarasvæðum eftir jarðskjálftana miklu.

Bráðaliðar drepnir við störf sín
Alþjóðastarf 31. mars 2025Alþjóðaráð Rauða krossins segir svívirðilegt að átta bráðaliðar á vegum palestínska Rauða hálfmánans, auk starfsmanna almannavarna á Gaza og Sameinuðu þjóðanna, hafi verið drepnir við störf sín á svæðinu.