Innanlandsstarf
Áhöfnin á Júlíusi Geirmundssyni styrkir Rauða krossinn
24. mars 2022
Áhöfnin á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni frá Ísafirði vildi láta gott af sér leiða vegna hörmunganna í Úkraínu og gáfu 1.250.000 kr. til Rauða krossins.
Áhöfnin á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni frá Ísafirði vildi láta gott af sér leiða vegna hörmunganna í Úkraínu og gáfu 1.250.000 kr. til Rauða krossins. Framlagið verður nýtt til að mæta þörfum þolenda átakanna í Úkraínu og veita neyðarþjónustu eins og tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og veita sálrænan stuðning. Söfnunin nær einnig yfir hjálparstarf Rauða krossins fyrir flóttafólk á Íslandi.
„Við erum afskaplega þakklát áhöfninni fyrir þetta góða framlag sem mun nýtast vel í okkar verkefnum. Það er ómetanlegt að finna fyrir öllum þeim stuðningi sem við finnum fyrir og hvetur okkur áfram í að vinna að okkar góða starfi, bæði erlendis sem og hér á landi“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.

Mikil neyð í Mjanmar
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mjanmar eru að störfum við erfiðar aðstæður á hamfarasvæðum eftir jarðskjálftana miklu.

Bráðaliðar drepnir við störf sín
Alþjóðastarf 31. mars 2025Alþjóðaráð Rauða krossins segir svívirðilegt að átta bráðaliðar á vegum palestínska Rauða hálfmánans, auk starfsmanna almannavarna á Gaza og Sameinuðu þjóðanna, hafi verið drepnir við störf sín á svæðinu.