Innanlandsstarf

Aðventuskemmtun í Sunnuhlíð

12. desember 2019

Heimsóknavinir Rauða krossins heimsækja íbúa í Sunnuhlíð reglulega og um helgina var haldin aðventuskemmtun. Íbúar, fjölskyldumeðlimir, vinir og starfsfólk nutu kræsinga og sungu saman í notalegheitum.

Síðastliðinn sunnudag fórfram aðventuskemmtun á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Heimsóknavinir Rauðakrossins heimsækja íbúa í Sunnuhlíð reglulega og hafa viðhaldið góðu samstarfi um árabil. Sunnuhlíð bauð upp á heitt kakó og Kópavogsdeild Rauðakrossins kom með ýmsar kræsingar, jólaterturog smákökur. Þar að auki voru skemmtiatriði þar sem presturinn Sunna DóraMöller las upp sögu og söng og tónlistarkonanHarpa Thorvaldsdóttir spilaði á píanó og söng jólalög. Mannskapurinn söng í kórí notalegheitum.

Rauði krossinn í Kópavogi þakkarSunnuhlíð fyrir gott samstarf á liðnu ári og sendir hátíðarkveðjur.