Innanlandsstarf
Aðventuhátíð í Sunnuhlíð
17. desember 2018
Heimsóknavinir Rauða krossins heimsækja íbúa í Sunnuhlíð reglulega og um helgina var haldin aðventuhátíð. Íbúar, fjölskyldumeðlimir, vinir og starfsfólk tóku undir sönginn og nutu samverunnar saman.
Um helgina fór fram aðventuhátíð áhjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Rauði krossinn í Kópavogi og Sunnuhlíð hafa umárabil viðhaldið góðu samstarfi þegar kemur að félagsstarfi og þar að auki tókKópavogsdeildin þátt í uppbyggingu Sunnuhlíðar. Á hátíðinni var boðið upp áheitt súkkulaði með rjóma, jólakökur og sherry. Presturinn Sunna Dóra Möllerlas jólasögu fyrir mannskapinn og söngkonan Linda Hartmanns spilaði og söngfalleg jólalög. Íbúar, fjölskyldumeðlimir, vinir og starfsfólk tóku undirsönginn og nutu samverunnar saman. Rauði krossinn í Kópavogi er afar þakkláturfyrir gott samstarf við Sunnuhlíð. Þeir koma að margvíslegu félagsstarfi á heimilinu meðfélagsskap, söng, upplestri, gönguferðum, föndri, prjónaskap, bocce oghundavinir kíkja einnig við. Rauði krossinn þakkar Sunnuhlíð fyrir árið sem erað líða og öllum sem tóku þátt í gleðinni.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bráðaliðar drepnir við störf sín
Alþjóðastarf 31. mars 2025Alþjóðaráð Rauða krossins segir svívirðilegt að átta bráðaliðar á vegum palestínska Rauða hálfmánans, auk starfsmanna almannavarna á Gaza og Sameinuðu þjóðanna, hafi verið drepnir við störf sín á svæðinu.

Þróunarsamvinna aldrei mikilvægari en nú
Almennar fréttir 28. mars 2025Bakslag í mannréttindum og minnkandi stuðningur við þróunarsamvinnu verður til umræðu á opnum fundi í Þjóðminjasafninu þriðjudaginn 1. apríl.

Efla seiglu með fræðslu og stuðningi
Innanlandsstarf 28. mars 2025Styrkur frá Rio Tinto hefur gert Rauða krossinum kleift að veita Grindvíkingum margvíslegan félagslegan stuðning á erfiðum tímum. Áfram verður haldið að styðja við þá og aðra íbúa á Suðurnesjum.