Innanlandsstarf
Aðventuhátíð í Sunnuhlíð
17. desember 2018
Heimsóknavinir Rauða krossins heimsækja íbúa í Sunnuhlíð reglulega og um helgina var haldin aðventuhátíð. Íbúar, fjölskyldumeðlimir, vinir og starfsfólk tóku undir sönginn og nutu samverunnar saman.
Um helgina fór fram aðventuhátíð áhjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Rauði krossinn í Kópavogi og Sunnuhlíð hafa umárabil viðhaldið góðu samstarfi þegar kemur að félagsstarfi og þar að auki tókKópavogsdeildin þátt í uppbyggingu Sunnuhlíðar. Á hátíðinni var boðið upp áheitt súkkulaði með rjóma, jólakökur og sherry. Presturinn Sunna Dóra Möllerlas jólasögu fyrir mannskapinn og söngkonan Linda Hartmanns spilaði og söngfalleg jólalög. Íbúar, fjölskyldumeðlimir, vinir og starfsfólk tóku undirsönginn og nutu samverunnar saman. Rauði krossinn í Kópavogi er afar þakkláturfyrir gott samstarf við Sunnuhlíð. Þeir koma að margvíslegu félagsstarfi á heimilinu meðfélagsskap, söng, upplestri, gönguferðum, föndri, prjónaskap, bocce oghundavinir kíkja einnig við. Rauði krossinn þakkar Sunnuhlíð fyrir árið sem erað líða og öllum sem tóku þátt í gleðinni.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.