Innanlandsstarf
Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð
18. janúar 2023
Aðalfundur Eyjafjarðardeildar Rauða krossins verður haldinn 13. mars.
Aðalfundur Eyjafjarðardeildar Rauða krossins verður haldinn mánudaginn 13. mars kl. 18.00 í Viðjulundi 2, Akureyri - suðursal.
Dagskrá fundarins:
1. Aukinn straumur flóttafólks – á Íslandi og við Eyjafjörð.
Róbert Theodórsson verkefnastjóri Eyjafjarðardeildar í flóttamannamálum.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar um starf deildarinnar á liðnu starfsári.
4. Áritaður og skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu.
5. Framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár lagðar fram til kynningar.
6. Innsendar tillögur skv. 6. mgr. 21. gr.
7. Kosning deildarstjórnar skv. 21. og 22. gr.
8. Kosning skoðunarmanna og varamanna þeirra skv. 22. gr.
9. Önnur mál.
Kjörgengir í stjórn og með atkvæðisrétt eru allir félagar, 18 ára og eldri, sem greiddu félagsgjöld fyrir árslok 2022. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum og sjálfboðaliðum með sjálfboðaliðasamning.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
- Stjórn Eyjafjarðardeildar
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitAðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð
Almennar fréttir 05. febrúar 2025Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð verður haldinn 13. mars.
Gísli Rafn Ólafsson ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 04. febrúar 2025Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku.
Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza
Almennar fréttir 29. janúar 2025Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.