Innanlandsstarf
Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð
18. janúar 2023
Aðalfundur Eyjafjarðardeildar Rauða krossins verður haldinn 13. mars.
Aðalfundur Eyjafjarðardeildar Rauða krossins verður haldinn mánudaginn 13. mars kl. 18.00 í Viðjulundi 2, Akureyri - suðursal.
Dagskrá fundarins:
1. Aukinn straumur flóttafólks – á Íslandi og við Eyjafjörð.
Róbert Theodórsson verkefnastjóri Eyjafjarðardeildar í flóttamannamálum.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar um starf deildarinnar á liðnu starfsári.
4. Áritaður og skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu.
5. Framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár lagðar fram til kynningar.
6. Innsendar tillögur skv. 6. mgr. 21. gr.
7. Kosning deildarstjórnar skv. 21. og 22. gr.
8. Kosning skoðunarmanna og varamanna þeirra skv. 22. gr.
9. Önnur mál.
Kjörgengir í stjórn og með atkvæðisrétt eru allir félagar, 18 ára og eldri, sem greiddu félagsgjöld fyrir árslok 2022. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum og sjálfboðaliðum með sjálfboðaliðasamning.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
- Stjórn Eyjafjarðardeildar
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.