Innanlandsstarf
Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð
18. janúar 2023
Aðalfundur Eyjafjarðardeildar Rauða krossins verður haldinn 13. mars.

Aðalfundur Eyjafjarðardeildar Rauða krossins verður haldinn mánudaginn 13. mars kl. 18.00 í Viðjulundi 2, Akureyri - suðursal.
Dagskrá fundarins:
1. Aukinn straumur flóttafólks – á Íslandi og við Eyjafjörð.
Róbert Theodórsson verkefnastjóri Eyjafjarðardeildar í flóttamannamálum.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar um starf deildarinnar á liðnu starfsári.
4. Áritaður og skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu.
5. Framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár lagðar fram til kynningar.
6. Innsendar tillögur skv. 6. mgr. 21. gr.
7. Kosning deildarstjórnar skv. 21. og 22. gr.
8. Kosning skoðunarmanna og varamanna þeirra skv. 22. gr.
9. Önnur mál.
Kjörgengir í stjórn og með atkvæðisrétt eru allir félagar, 18 ára og eldri, sem greiddu félagsgjöld fyrir árslok 2022. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum og sjálfboðaliðum með sjálfboðaliðasamning.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
- Stjórn Eyjafjarðardeildar
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bráðaliðar drepnir við störf sín
Alþjóðastarf 31. mars 2025Alþjóðaráð Rauða krossins segir svívirðilegt að átta bráðaliðar á vegum palestínska Rauða hálfmánans, auk starfsmanna almannavarna á Gaza og Sameinuðu þjóðanna, hafi verið drepnir við störf sín á svæðinu.

Þróunarsamvinna aldrei mikilvægari en nú
Almennar fréttir 28. mars 2025Bakslag í mannréttindum og minnkandi stuðningur við þróunarsamvinnu verður til umræðu á opnum fundi í Þjóðminjasafninu þriðjudaginn 1. apríl.

Efla seiglu með fræðslu og stuðningi
Innanlandsstarf 28. mars 2025Styrkur frá Rio Tinto hefur gert Rauða krossinum kleift að veita Grindvíkingum margvíslegan félagslegan stuðning á erfiðum tímum. Áfram verður haldið að styðja við þá og aðra íbúa á Suðurnesjum.