Innanlandsstarf
Aðalfundur Rauða krossins næsta laugardag
29. apríl 2024
Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi fer fram næsta laugardag, 4. maí.
Fundurinn hefst klukkan níu um morguninn með ávarpi frá Silju Báru R. Ómarsdóttur, formanni Rauða krossins og í kjölfar þess ávarpar Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, fundinn. Því næst fá sjálfboðaliðar viðurkenningar, áður en aðalfundarstörf hefjast samkvæmt lögum Rauða krossins.
Nánari upplýsingar um dagskrána má finna hér. Nánari upplýsingar um fundinn má einnig finna hér.
Fundurinn fer fram á Hótel Reykjavík Grand, Sigtún 28, 105 Reykjavík.
Skráningu á fundinn er lokið.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitHéldu tombólu fyrir fátæk börn
Almennar fréttir 24. október 2024Fjórar vinkonur úr Hafnarfirði héldu nýlega tombólu til að styrkja fátæk börn í Afríku.
Vilt þú verða leiðbeinandi í skyndihjálp?
Almennar fréttir 14. október 2024Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir leiðbeinendanámskeiði í Skyndihjálp dagana 5. - 8. mars 2025.
Opnuðu litlu Melabúðina til styrktar börnum á Gaza
Almennar fréttir 11. október 2024Vinkonurnar Matthildur Atladóttir, Laufey Hrefna Theodórsdóttir, Halldóra Guðrún Johnson og Anna Jakobína Hjaltadóttir stofnuðu litla búð fyrir utan Melabúðina og seldu alls kyns hluti til styrktar börnum á Gaza.