Innanlandsstarf
Aðalfundur Kópavogsdeildar 2019
15. mars 2019
Aðalfundur Rauða krossins í Kópavogi var haldinn í gær, 14. mars.
Aðalfundur Rauða krossins í Kópavogi var haldinn í gær, 14. mars. Fyrir venjuleg aðalfundarstörf hélt Halldór Gíslason sendifulltrúi fræðsluerindi um netvæðingu í Afríku en hann tekur þátt í the Digital Divide Initiative, sem er tækni- og samskiptaverkefni IFRC, og er Rauði krossinn á Íslandi leiðandi í því samstarfi.
Matthías Matthíasson meðstjórnandi deildarinnar flutti skýrslu stjórnar um síðastliðið ár fyrir hönd David Lynch fomanns deildarinnar sem var fjarverandi. Matthías nefnir að árið 2018 hafi verið tími breytinga og umbóta hjá deildinni. Ársreikningur deildarinnar 2018 var afgreiddur á fundinum og þar kom fram að Kópavogsdeild heldur áfram að vera til fyrirmyndar í að nýta fjármagn deildarinnar til verkefna í samfélaginu.
Ingibjörg Lilja Diðriksdóttir kynnti framboð til stjórnar. í framboði voru Margrét Halldórsdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir sem buðu sig fram sem meðtjórnendur til tveggja ára, Baldur Steinn Helgason og Hörður Bragason buðu sig fram í varastjórn til eins árs og Garðar Guðjónsson bauð sig fram sem skoðunarmaður til eins árs. Öll voru kjörin með lófaklappi og boðin velkomin til starfa. Fráfarandi stjórnarfólk, þau Helga Bára Bragadóttir og Matthías Matthíasson voru kvödd með þökkum fyrir sitt góða og mikla framlag undanfarin ár.
Ársskýrslu Rauða krossins má nálgast útprentaða á skrifstofu deildarinnar í Hamraborg 11 eða á rafrænu formi hér - RKI_Arsskyrsla_2018_LOK-
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.

Mikil neyð í Mjanmar
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mjanmar eru að störfum við erfiðar aðstæður á hamfarasvæðum eftir jarðskjálftana miklu.