Birting frétta
Ártal

Frú Ragnheiður keyrir öll jólin

Innanlandsstarf 22. desember 2022

Skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður verður á ferðinni milli klukkan 18-21 alla hátíðardagana sem eru framundan og verður með jólamat og jólagjafir, auk hefðbundinnar þjónustu.

Fatakortaúthlutun hjá Rauða krossinum við Eyjafjörð

Innanlandsstarf 20. desember 2022

Í síðustu viku úthlutaði Rauði krossinn við Eyjafjörð fatakortum að andvirði yfir 2,6 milljóna króna.

Mikil aukning á aðsókn í Frú Ragnheiði á Akureyri

Innanlandsstarf 16. september 2022

Frú Ragnheiður á Akureyri fékk fleiri heimsóknir fyrstu átta mánuði þessa árs en en allt árið 2021.

Ákall um samráð við gerð frumvarps til breytinga á lögum um útlendinga

Innanlandsstarf 06. september 2022

Í dag afhenti fjöldi stofnana og samtaka ríkisstjórninni formlega ákall um samráð við gerð frumvarps til breytinga á lögum um útlendinga.

Kynntu geðheilbrigðisstarf og sálrænan stuðning við flóttafólk

Innanlandsstarf 31. ágúst 2022

Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Sóley Ómarsdóttir kynntu starf Rauða krossins í geðheilbrigði og sálfélagslegum stuðningi við flóttafólk fyrir teymi sálfræðinga hjá Velferðasviði Reykjavíkurborgar.

Ný Múmín vörulína styður Rauða krossinn

Innanlandsstarf 29. ágúst 2022

Arabia hefur sett á markað nýja Múmín vörulínu sem kemur út í dag, mánudaginn 29. ágúst. Línunni er ætlað að minna okkur á að lítil góðverk geta oft haft mikil áhrif og hluti af ágóðanum rennur til Rauða krossins á Íslandi. 

Ylja neyslurými leitar að sjálfboðaliðum

Innanlandsstarf 08. ágúst 2022

Ylja neyslurými leitar að sjálfboðaliðum

Sjóvá styður Rauða krossinn

Innanlandsstarf 28. mars 2022

Sjóvá leggur neyðarsöfnun Rauða krossins til 50.000 krónur fyrir hvern starfsmann fyrirtækisins, samtals 10 milljónir króna.

Áhöfnin á Júlíusi Geirmundssyni styrkir Rauða krossinn

Innanlandsstarf 24. mars 2022

Áhöfnin á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni frá Ísafirði vildi láta gott af sér leiða vegna hörmunganna í Úkraínu og gáfu 1.250.000 kr. til Rauða krossins.

Örugga neyslurýmið Ylja hefur starfsemi á morgun

Innanlandsstarf 09. mars 2022

Velferðarráð samþykkti í dag samning velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Rauða krossins  um rekstur neyslurýmis. Embætti landlæknis hefur gefið út starfsleyfi vegna rekstursins og er það í fyrsta skipti sem slíkt leyfi er veitt. Neyslurýmið, sem verður til bráðabirgða rekið í sérútbúnum bíl, tekur til starfa á morgun.

Upplýsingar vegna átakanna í Úkraínu

Almennar fréttir, Almennar fréttir 04. mars 2022

Vegna boða um aðstoð. Rauði krossinn er núna fyrst og fremst að safna fjármunum til að senda áfram í brýna mannúðaraðstoð Rauða kross hreyfingarinnar fyrir þolendur átakanna í Úkraínu, bæði innan Úkraínu og í nágrannalöndunum þangað sem fólk hefur flúið.

Auglýst staða í samstarfsverkefni um trjárækt í Afríku

Alþjóðastarf, Alþjóðastarf 03. febrúar 2022

Rauði krossinn leitar að verkefna- og samhæfingarstjóra í samstarfsverkefni um trjárækt í Afríku. Verkefna og samhæfingarstjórinn mun vinna innan teymis alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Afríku með aðsetur í Sierra leone. Starfið mun krefjast ferðalaga um Afríku.

Lífsbjargandi mannúðaraðstoð íslenskra stjórnvalda og Rauða krossins til þolenda hungurs, ofbeldis og vopnaðra átaka í Afganistan og í Sómalíu

Alþjóðastarf, Alþjóðastarf 04. janúar 2022

Með stuðningi utanríkisráðuneytisins, Tombólubarna og Mannvina Rauða krossins hefur Rauði krossinn á Íslandi ákveðið að veita rúmum 70 milljónum króna til mannúðaraðgerða í Afganistan og í Sómalíu.