Birting frétta
Ártal

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega

Alþjóðastarf 02. apríl 2025

Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.

Mikil neyð í Mjanmar

Alþjóðastarf 02. apríl 2025

Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mjanmar eru að störfum við erfiðar aðstæður á hamfarasvæðum eftir jarðskjálftana miklu.

Bráðaliðar drepnir við störf sín

Alþjóðastarf 31. mars 2025

Alþjóðaráð Rauða krossins segir svívirðilegt að átta bráðaliðar á vegum palestínska Rauða hálfmánans, auk starfsmanna almannavarna á Gaza og Sameinuðu þjóðanna, hafi verið drepnir við störf sín á svæðinu.

Skrifstofa Alþjóðaráðsins í Rafah skemmd

Alþjóðastarf 24. mars 2025

β€žÁtök á ný og ofbeldi fylla alla vonleysi,β€œ segir í nýrri yfirlýsingu Alþjóðaráðs Rauða krossins. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum skal hjálparstarfsfólk, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir njóta sérstakrar verndar.

Engin mannúðaraðstoð til Gaza í 18 daga

Alþjóðastarf 19. mars 2025

Ekkert eldsneyti, lækningavörur, lyf, matur, föt eða aðrar lífsnauðsynlegar bjargir hafa komist inn á Gaza eftir að landamærastöðvar lokuðust í byrjun mars.

Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza

Alþjóðastarf 14. mars 2025

Tæplega tíu milljónir króna söfnuðust í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) fyrir íbúa Gaza. Söfnunin hófst í janúar og er nú lokið. β€žEnn og aftur sýna landsmenn að þeir eru til staðar fyrir fólk í mikilli neyð,β€œ segir Sólrún María Ólafsdóttir, teymisstjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum.

Rauði krossinn og utanríkisráðuneytið gera með sér samkomulag á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu

Alþjóðastarf 03. mars 2025

Utanríkisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað rammasamning um þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð fyrir 2025-2028. Samningurinn tryggir fyrirsjáanlega fjármögnun og skilvirkari aðstoð. Meðal verkefna sem njóta stuðnings eru fræðsla um kynbundið ofbeldi í Sómalíu, trjárækt í Síerra Leóne og uppbygging á viðbúnaði og viðnámsþrótti samfélaga í Malaví, auk neyðarviðbragða vegna átaka og náttúruhamfara.