Alþjóðastarf
Þórir starfar með bakvarðarsveit björgunarskips Ocean Viking næstu 2 mánuði
27. september 2021
Skipið hefur það hlutverk að bjarga flóttafólki úr sjávarháska. Þórir mun starfa með upplýsingateymi svæðaskrifstofu Rauða krossins í Evrópu og verður með aðsetur í Búdapest. Þórir var í tvo áratugi starfsmaður Rauða krossins og var meðal annars í áhöfn björgunarskips Alþjóða Rauða krossins á Miðjarðarhafi 2016.
Þórir Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, mun næstu tvo mánuði vera í bakvarðasveit björgunarskipsins Ocean Viking, sem Rauði krossinn og samtökin SOS Mediterranee halda úti á Miðjarðarhafi. Skipið hefur það hlutverk að bjarga flóttafólki úr sjávarháska. Þórir mun starfa með upplýsingateymi svæðaskrifstofu Rauða krossins í Evrópu og verður með aðsetur í Búdapest. Þórir var í tvo áratugi starfsmaður Rauða krossins og var meðal annars í áhöfn björgunarskips Alþjóða Rauða krossins á Miðjarðarhafi 2016.
„Það er virkilega ánægjulegt að geta sinnt sjálfboðastarfi og stutt við bakið á starfsmönnum Rauða krossins í Ocean Viking,“ segir Þórir. „Hafandi verið þarna úti á hafi veit ég vel hver aðstaða okkar fólks í skipinu er – að ekki sé talað um flóttafólkið sem hefur verið á reki í lélegum bátskænum.“
Um helgina bjargaði Ocean Viking 129 manns af fjórum bátum á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Líbýu. Yngsti flóttamaðurinn, sem lifði af volkið í trébáti úti á Miðjarðarhafi, var 27 daga barn.
„Við hjá Rauða krossinum erum afar ánægð að Þórir Guðmundsson hafi gefið kost á sér í þetta verkefni“, segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins. „Þórir er reynslumikill sendifulltrúi og þekkir aðstæður flóttafólks vel. Við erum að horfa upp á fleiri og fleiri sem neyðast til að leggja á flótta sem getur verið lífshættulegur. Það leggur til dæmis enginn upp í svona hættuför með 27 daga gamalt barn að gamni sínu.“
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitGísli Rafn Ólafsson ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 04. febrúar 2025Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku.
Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza
Almennar fréttir 29. janúar 2025Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar styrkir Frú Ragnheiði um 1.300.000 krónur
Almennar fréttir 24. janúar 2025Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins afhenti nýverið skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, styrk að andvirði 1.300.000 króna. Upphæðin er afrakstur sölu á jólabasar kvennadeildarinnar, auk handverks sem framleitt var af Prjónahópnum og selt í sölubúðum á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi.