Alþjóðastarf
Söfnun vegna neyðar fyrir botni Miðjarðarhafs
18. október 2023
Rauði krossinn á Íslandi ætlar að bregðast við neyðarkalli Alþjóðaráðs Rauða krossins vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs og styrkja mannúðarstarf á svæðinu með neyðarsöfnun.

Þolendur átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs þurfa á mikilli mannúðaraðstoð að halda. Ástandið á svæðinu er gríðarlega erfitt og neyðin er mikil, sérstaklega á Gaza. Þar eru rafmagns- og vatnsbirgðir að þrotum komnar og fólk skortir mat, húsaskjól og læknisaðstoð.
Rauði krossinn á Íslandi ætlar að bregðast við neyðarkalli Alþjóðaráðs Rauða krossins vegna ástandsins og styrkja mannúðarstarf á svæðinu. Um þessar mundir er Alþjóðaráðið að undirbúa sendingu af ríflega 60 tonnum af hjálpargögnum til Gaza sem verða send um leið og færi gefst, auk þess sem það er í sambandi við báða aðila átakanna til að minna á mikilvægi þess að alþjóðleg mannúðarlög séu virt, ásamt því að óska eftir því að gíslar Hamas-samtakanna séu látnir lausir án tafar.
Svona styrkir þú:
Reikningur Rauða krossins: 0342-26-555, kt. 530269-2649, skýring: gaza
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.