Alþjóðastarf
Sex mánuðir frá sprengingu í Beirút
04. febrúar 2021
Rauði krossinn í Líbanon heldur áfram að styðja við samfélagið m.a. með aukinni fjárhagslegri aðstoð til íbúa.
Sex mánuðir eru liðnir frá gríðarlegri sprengingu við höfnina í Beirút í Líbanon. Alls létust um 200 manns, um 6.000 slösuðust og um 300.000 misstu heimili sín.
Aðstæður í Líbanon eru erfiðar. Gríðarleg fjölgun hefur verið í Covid19 smitum á sl. vikum og í Líbanon er flest fóttafólk miðað við höfðatölu, fyrst og fremst frá nágrannaríkjunum Palestínu og Sýrlandi.
Rauði krossinn í Líbanon hefur dreift hjálpargögnum á svæðinu, safnað blóði og sinnt sjúkraflutningum til meira en 250.000 einstaklinga auk fjölda annarra verkefna.
...Rauði krossinn í Líbanon heldur áfram að styðja við samfélagið m.a. með aukinni fjárhagslegri aðstoð til íbúa en um 45% íbúa Líbanon búa undir fátækramörkum. Forgangsverkefni Rauða krossins í Líbanon er að finna leiðir til þess að halda áfram að bjóða upp á ókeypis nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og sporna við Covid19.
Almenningur og utanríkisráðuneytið studdu myndarlega við neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í ágúst sl. en alls söfnuðust rúmlega 16 milljónir króna sem runnu til Rauða krossins í Líbanon. Ljóst er að enn er mikið verk fyrir höndum og heimsfaraldur gerir uppbygginguna ekki auðveldari.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.