Alþjóðastarf
Rammasamningar undirritaðir
16. mars 2022
Á mánudag skrifuðu Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra undir rammasamninga vegna verkefna Rauða krossins á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu.
Rauði krossinn og stjórnvöld hafa áður starfað eftir rammasamning á sviði mannúðaraðstoðar en að auki var nú skrifað undir samning á sviði þróunarsamvinnu.
Samningarnir gilda til loka árs 2024 en með slíkum samningum eru framlög til verkefna Rauða krossins fyrirsjáanleg yfir tímabilið og framkvæmd þeirra verður betri og skilvirkari. Markmið rammasamninganna er að auka árangur og skilvirkni mannúðaraðstoðar íslenskra stjórnvalda og Rauða krossins á Íslandi í samstarfi við Alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
„Það breytir miklu að hafa fyrirsjáanleika í þeim verkefnum sem við tökum okkur fyrir hendur og gerir alla uppbyggingu markvissari í framkvæmd. Samstarf okkar við stjórnvöld hefur verið afskaplega gott og rammasamningarnir styrkja það enn frekar. Við erum þakklát fyrir að geta fengið áframhaldandi stuðning við okkar mikilvægu verkefni og um leið aðstoðað íslensk stjórnvöld að vinna að mikilvægum mannúðar- og framfaramálum“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.
- Mannúðaraðstoð grundvallast á þörfum hverju sinni og felur í sér björgun mannslífa, vernd óbreyttra borgara, útvegun nauðþurfta, annarri aðstoð til nauðstaddra og að auðvelda fólki að snúa aftur til síns heima í kjölfar náttúruhamfara og hamfara af mannavöldum.
- Þróunarsamvinna felur í sér lengri tíma uppbyggingu, oft í kjölfara hamfara eða mikillar fátæktar.
Hvort sem um er að ræða mannúðaraðstoð eða þróunarsamvinnu vinna landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans saman þar sem sjálfboðaliðar leika lykilhlutverk í öllu starfinu, svo sem við dreifingu lífsbjargandi hjálpargagna eða heilbrigðisverkefnum í fátækum samfélögum og ávallt er lögð höfuðáhersla á valdeflingu kvenna og stúlkna ásamt almennri vernd og þátttöku allra sem aðstoðin nær til.

Mynd: Gunnar Salvarsson utanríkisráðuneytinu
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.

Mikil neyð í Mjanmar
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mjanmar eru að störfum við erfiðar aðstæður á hamfarasvæðum eftir jarðskjálftana miklu.