Alþjóðastarf
Ofbeldi í Ísrael og á hernumdu svæðunum veldur ICRC áhyggjum
09. október 2023
Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur miklar áhyggjur af ofbeldinu fyrir botni Miðjarðarhafs og áhrifum þess á almenna borgara. ICRC hefur starfað á svæðinu frá 1967 á ýmsan hátt og styður nú landsfélög sem eru að bregðast við ástandinu.

Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) lýsir yfir þungum áhyggjum af uggvænlegri stigmögnun í vopnuðu ofbeldi í Ísrael og á hernumdu svæðunum yfir helgina. Ofbeldið ógnar lífum, heimilum, grundvallarþjónustu og innviðum.
ICRC hefur starfað í Ísrael og á hernumdu svæðunum síðan árið 1967. Sem hlutlaus og sjálfstæð mannúðarsamtök heimsækir ICRC fanga Ísraelsmanna og Palestínumanna. ICRC hjálpar einnig við að bæta aðgengi að grundvallarþjónustu eins og vatni og rafmagni á Gaza og styður verkefni sem styðja við lífsviðurværi fólks á hernumdu svæðunum.
ICRC er tilbúið til að uppfylla mannúðarhlutverk sitt með því að hjálpa heilbrigðisstarfsfólki sem er að veita neyðaraðstoð að taka á móti þeim mikla fjölda sem er að særast. ICRC vinnur nú að því að styðja samstarfsaðila sína í landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.