Alþjóðastarf
Ofbeldi í Ísrael og á hernumdu svæðunum veldur ICRC áhyggjum
09. október 2023
Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur miklar áhyggjur af ofbeldinu fyrir botni Miðjarðarhafs og áhrifum þess á almenna borgara. ICRC hefur starfað á svæðinu frá 1967 á ýmsan hátt og styður nú landsfélög sem eru að bregðast við ástandinu.

Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) lýsir yfir þungum áhyggjum af uggvænlegri stigmögnun í vopnuðu ofbeldi í Ísrael og á hernumdu svæðunum yfir helgina. Ofbeldið ógnar lífum, heimilum, grundvallarþjónustu og innviðum.
ICRC hefur starfað í Ísrael og á hernumdu svæðunum síðan árið 1967. Sem hlutlaus og sjálfstæð mannúðarsamtök heimsækir ICRC fanga Ísraelsmanna og Palestínumanna. ICRC hjálpar einnig við að bæta aðgengi að grundvallarþjónustu eins og vatni og rafmagni á Gaza og styður verkefni sem styðja við lífsviðurværi fólks á hernumdu svæðunum.
ICRC er tilbúið til að uppfylla mannúðarhlutverk sitt með því að hjálpa heilbrigðisstarfsfólki sem er að veita neyðaraðstoð að taka á móti þeim mikla fjölda sem er að særast. ICRC vinnur nú að því að styðja samstarfsaðila sína í landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Þróunarsamvinna aldrei mikilvægari en nú
Almennar fréttir 28. mars 2025Bakslag í mannréttindum og minnkandi stuðningur við þróunarsamvinnu verður til umræðu á opnum fundi í Þjóðminjasafninu þriðjudaginn 1. apríl.

Efla seiglu með fræðslu og stuðningi
Innanlandsstarf 28. mars 2025Styrkur frá Rio Tinto hefur gert Rauða krossinum kleift að veita Grindvíkingum margvíslegan félagslegan stuðning á erfiðum tímum. Áfram verður haldið að styðja við þá og aðra íbúa á Suðurnesjum.

Vanlíðan spyr ekki hvað klukkan sé
Innanlandsstarf 25. mars 2025„Samtölin eru að þyngjast og fleiri þeirra taka lengri tíma en áður,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsímans 1717 sem Rauði krossinn rekur. Brýnt er að renna fleiri stoðum undir reksturinn svo halda megi þeirri lífsbjargandi þjónustu sem þar er veitt áfram allan sólarhringinn.