Alþjóðastarf
Mannúðaraðgerðir áfram mikilvægar í Afganistan - fjölskyldur geta ekki beðið eftir pólitískum breytingum
10. september 2021
Yfirlýsing frá forseta ICRC eftir heimsókn til Afganistan
Eftirfarandi er yfirlýsing frá Peter Maurer, forseta Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC), að lokinni fjögurra daga ferð til Afganistan.
\"Kabúl (ICRC) – Stríð skilja eftir ör á samfélögum í gegnum kynslóðir. Hægt er að endurbyggja eyðilögð mannvirki en útlimir vaxa ekki aftur á líkama. Börn endurupplifa áföllin löngu eftir að sprengingarnar hætta. Fjölskyldumeðlimir sem látast skilja eftir varanlegt tómarúm.
Íbúar í Afganistan hafa búið við átök í 40 ár. Á þeim tíma sem ég hef verið forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) hef ég orðið vitni af kvölum, þjáningum og örvæntingu á mörgum stríðsvæðum heims. En ég á erfitt með að lýsa skaðanum sem verður á þjóð eftir fjögurra áratuga stríð.
Þess vegna eru áskoranir Afganistan svo miklar. Góðu fréttirnar eru þær að mannúðaraðgerðir hjálpa til við að koma á stöðugleika í samfélaginu. Samkennd hjálpar til við að lækna sár stríðsins. Fjármagn sem tryggir heilsugæslu, hreint vatn og menntun getur hjálpað til við að draga afganskar fjölskyldur úr dýpi eymdar. Það er mikilvægt að alþjóðasamfélagið finni lausnir, jafnvel þótt þær séu tímabundnar, til að tryggja áframhaldandi fjármögnun mannúðaraðgerða. Afganskar fjölskyldur geta ekki beðið eftir pólitískum breytingum.
Mannúðarstarf þarf að taka tillit til allra – kvenna, stúlkna og minnihlutahópa. Þess vegna tryggir ICRC að konur í Afganistan hafi aðgang að þjónustu okkar, þar með talið læknisaðstoð og endurhæfingu. Einnig tryggjum við að kvenkyns læknar og sjúkraþjálfarar starfi í öllum okkar teymum. Ég hvet yfirvöld til að gæta þess að konur fái áfram aðgang að heilbrigðisþjónustu og menntun. Í landi þar sem aðeins 50 prósent kvenna sækja sér fæðingaraðstoð á heilsugæslustöð þar sem fagfólk starfar er afar mikilvægt að í landinu starfi fleiri menntaðir kvenkyns ljósmæður og læknar en nú gera.
Í fjögurra daga heimsókn minni til Afganistan hitti ég Mullah Baradar og aðra aðila innan forystu talibana. Ég lagði áherslu á óhlutdrægt, hlutlaust og sjálfstætt mannúðarstarf ICRC og benti á að við höfum aðstoðað þolendur átaka í meira en 30 ár í Afganistan og að við munum ekki hætta því núna.
Saga landsins segir okkur að fórnarlömb stríðsins í Afganistan muni þurfa aðstoð og endurhæfingu næstu ár. Áhrif átaka sem hafa geisað undanfarið eru veruleg. Fleiri en 41.000 einstaklingar sem særðust í átökum voru meðhöndlaðir á heilsugæslustöðvum sem ICRC studdi frá júní til ágúst, sem er 80 prósent aukning miðað við sama tímabil í fyrra.
Fagleg læknisþjónusta er helsta áhyggjuefni afganskra fjölskyldna. Í síðasta mánuði tvöfaldaði ICRC þann fjölda heilsugæslustöðva sem studdar eru og eru þær nú 89 talsins en voru áður 46, auk tveggja sjúkrahúsa, annars vegar í Kandahar og hins vegar í Kabúl, sem rekið er af Rauða hálfmánanum í Afganistan. Við viljum auka aðgengi að bólusetningum og heilsugæslu - þar á meðal fyrir barnshafandi konur. Samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslum hefur börnum sem særst hafa vegna nýlagðra jarðsprengna fjölgað. Þess vegna verður að forgangsraða eyðingu slíkra vopna, svo að forvitið barn sem tekur upp slíka sprengju missi ekki útlim sinn - eða líf sitt.
ICRC hefur hjálpað meira en 210.000 hreyfihömluðum einstsaklingum síðan við hófum störf í Afganistan 1988 með aðgangi að endurhæfingarstöðvum. Við aðstoðum um 150.000 sjúklinga á ári. Við hjálpum þeim að ganga að nýju. Við hjálpum þeim einnig að aðlagast samfélaginu aftur sem er jafn mikilvægt. Þegar ég heimsótti endurhæfingarstöð ICRC í Kabúl horfið ég með bros á vör á stolta afgana læra að ganga aftur eða að nota nýtt nýjan gervi handlegg.
COVID-19 er önnur stór áskorun. Þegar sprengjur eru sprengdar eða byssukúlum er skotið er grímunotkum og fjarlægðarmörk ekki það fyrsta sem fjölskyldur hafa áhyggjur af. Þá heldur COVID útbreiðslu sinni áfram. En landið hefur ekki fengið nægilega margaskammta af bóluefni og því ég hvet stjórnvöld í heiminum til að tryggja úrbætur í þeim efnum.
Hvað hefur 40 ára stríð gert afgönskum fjölskyldum? Um það bil 9 af hverjum 10 lifa á minna en 2 dollurum á dag. Um það bil 10 milljónir manna búa við mikið fæðuóöryggi samkvæmt nýjustu gögnum frá Integrated Food Security Phase Classification (IPC). Fylgdarlausir unglingar hafa að undanförnu verið aðskildir frá fjölskyldum sínum í öngþveitinu á flugvellinum í Kabúl, áskorun sem Rauða kross hreyfingin mun takast á við - að sameina sem flestar aðskildar fjölskyldur.
Heimurinn þekkir Afganistan sem land fegurðar en einnig sem land þjáningar. Stríð sundra líkama og sál. Fjögurra áratuga stríð sundrar þjóðum. Mín helsta von núna er að við leggjum okkur öll fram við að hjálpa hinum særðu að ná bata, að aðskildar fjölskyldur finni hvert annað aftur og að átök framtíðar hlífi sem flestum óbreyttum borgurum.\"
Það er ennþá hægt að leggja neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi lið. Fjármagn sem safnast mun verða nýtt í mannúðaraðgerðir í Afganistan.
SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.)
Aur: @raudikrossinn eða 1235704000
Kass: raudikrossinn eða 7783609
Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.