Alþjóðastarf
Jarðskjálfti í Afganistan
22. júní 2022
Snemma í morgun reið yfir mannskæður jarðskjálfti í suðausturhluta Afganistan, 6.1 að stærð. Afganski Rauði hálfmáninn með stuðningi Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) er nú þegar á staðnum og starfsfólk og sjálfboðaliðar frá nálægum deildum sinnir neyðarstarfi.
Fjarskipti eru í lamasessi sem sýnir enn á ný hve mikilvægt það er að hafa fólk til staðar sem getur brugðist strax við, eins og Rauða kross hreyfingin leggur mikla áherslu á. Afganski Rauði hálfmáninn starfrækir deildir í öllum 34 héruðum Afganistan og er með fleiri en 30.000 sjálfboðaliða úr röðum heimafólks sem sinnir ýmsu sjálfboðnu starfi.
Nauðsynleg hjálpargögn og sjúkrabílar eru nú þegar lagðir af stað á svæðið sem og færanlegar heilsugæslur sem nú þegar voru starfandi í nálægum héruðum.
Jarðskjálftinn bætist ofan á aðrar hörmungar í Afganistan. Meira en 50% Afgana eru í mikilli þörf fyrir mannúðaraðstoð vegna ýmissa hamfara s.s. átaka, þurrka og annarra öfga í veðri tengdum hlýnun jarðar, gríðarlegra efnahagserfiðleika, laskaðs heilbrigðiskerfis og lítilla innviða. Stuðningur frá heiminum öllum er afskaplega mikilvægur og þú getur lagt þitt af mörkum með því að gerast Mannvinur Rauða krossins.
Rauði krossinn á Íslandi hélt neyðarsöfnun fyrir Afganistan í fyrra þar sem 40 milljónir voru sendar til Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) sem hefur sinnt lífsbjargandi mannúðaraðstoð í landinu um langt skeið og gerir enn. Stjórnvöld hafa styrkt myndarlega við verkefni í Afganistan og unnið er að undirbúningi komu kvótaflóttafólks frá Afganistan til landsins á næstunni. Þú getur lagt þitt af mörkum með því að gerast Mannvinur Rauða krossins.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.