Alþjóðastarf
Jarðskjálfti á Haítí
19. ágúst 2021
Laugardaginn 14. ágúst síðast liðinn varð mikill jarðskjálfti að stærð 7,2 á Haítí. Ljóst er að manntjón er mikið og að skjálftinn hefur valdið miklum skemmdum á þúsundum heimila og mikilvægum innviðum, þar með talið sjúkrahúsum.
Laugardaginn 14. ágúst síðast liðinn varð mikill jarðskjálfti að stærð 7,2 á Haítí. Ljóst er að manntjón er mikið og að skjálftinn hefur valdið miklum skemmdum á þúsundum heimila og mikilvægum innviðum, þar með talið sjúkrahúsum, sérstaklega í suðurhluta landsins. Fjöldi látinna er 2.189 manns og yfir 12.268 manns eru slasaðir en ekki er ólíklegt að þessar tölur komi til með að hækka. Enn er 332 saknað. Stjórnvöld á Haítí hafa staðfest að 129.959 heimili hafi eyðilagst. Um 2.2 milljónir manna búa á jarðskjálftasvæðinu.
Í öllu leitar- og björgunarstarfi Rauða krossins á Haítí er unnið í kappi við tímann að bjarga fólki og hlúa að slösuðum.
Tveim dögum eftir jarðskjálftann skall hitabeltisstormurinn Grace á svæðið sem varð hvað verst úti í jarðskjálftanum. Stormurinn olli tjóni, tafði og flækti allt hjálparstarf.
Til að bregðast við þessum erfiðu aðstæðum í landinu hefur alþjóða Rauði krossinn (IFRC) sent frá sér ákall og virkjað alþjóðlegt net sérfræðinga sem vinnur að neyðaraðstoð á Haítí. Rauði krossinn vinnur auk þess mat á skemmdum og metur hvernig best er að koma til móts við brýna þörf íbúa á þeim svæðum sem hafa orðið hvað verst úti. Mannúðaraðstoðin beinist að 25.000 manns. Gert er ráð fyrir að um 5.000 fjölskyldur þurfi að flytja af hamfarasvæðinu.
Forgangsverkefni Rauða krossins í öllum aðgerðum er björgun mannslífa, veita stuðning við leit og björgun, skyndihjálp, bráðaheilbrigðisþjónustu og skjól fyrir íbúa er misst hafa heimili sín. Mikilvægt er að tryggja aðgang að vatni og hreinlætisaðstöðu og ekki má gleyma að íbúar þurfa að takast á við heimsfaraldur COVID-19 ofan á þessar hörmungar. Rauði krossinn veitir þolundum hamfaranna einnig sálrænan stuðning, en margir eiga enn um sárt að binda og er vel í minni hamfarir jarðskjálftans 2010.
Rauði krossinn á Íslandi hefur þegar boðið alþjóða Rauða krossinum stuðning og er tilbúið að senda sendifulltrúa á svæðið með stuttum fyrirvara.
Í kjölfar mannskæðs jarðskjálftans á Haíti í 12 janúar 2010 sendi Rauði krossinn á Íslandi 27 sendifulltrúa til hjálparstarfa á Haítí og árið 2011 voru tveir sendifulltrúa á Haíti við störf í við hamfaratengd neyðar- og langtímaverkefni. Rauði krossinn á Íslandi sendi einnig hjálpargögn til Haítí með flugvél á vegum utanríkisráðuneytisins.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.