Alþjóðastarf

Hjálpargögn Rauða krossins komin til Súdans

01. maí 2023

Alþjóðaráð Rauða krossins tilkynnti í gær að því hefði tekist að koma hjálpargögnum til Súdans.

Í gær barst fyrsta sendingin af alþjóðlegum hjálpargögnum frá alþjóðaráði Rauða krossins (ICRC) til Súdans. Þetta kom fram í tilkynningu frá Alþjóðaráðinu.

Um átta tonn af lækingarbúnaði er að ræða, en sjúkrahús og heilsugæslustöðvar þar í landi búa við gríðarlegan skort á gögnum og eru því illa í stakk búin til að bregðast við þeim vopnuðu átökum sem hafa brotist út víða um land.

Flutningur gagnanna er hluti af neyðaraðgerðum alþjóðaráðs Rauða krossins til að styðja við súdanska spítala, en sjálfboðaliðar frá Rauða hálfmánanum í Súdan eru einnig að veita særðum læknisaðstoð.

Hér má lesa frétt Alþjóðaráðs Rauða krossins um málið.