Alþjóðastarf
Hjálpargögn Rauða krossins komin til Súdans
01. maí 2023
Alþjóðaráð Rauða krossins tilkynnti í gær að því hefði tekist að koma hjálpargögnum til Súdans.

Í gær barst fyrsta sendingin af alþjóðlegum hjálpargögnum frá alþjóðaráði Rauða krossins (ICRC) til Súdans. Þetta kom fram í tilkynningu frá Alþjóðaráðinu.
Um átta tonn af lækingarbúnaði er að ræða, en sjúkrahús og heilsugæslustöðvar þar í landi búa við gríðarlegan skort á gögnum og eru því illa í stakk búin til að bregðast við þeim vopnuðu átökum sem hafa brotist út víða um land.
Flutningur gagnanna er hluti af neyðaraðgerðum alþjóðaráðs Rauða krossins til að styðja við súdanska spítala, en sjálfboðaliðar frá Rauða hálfmánanum í Súdan eru einnig að veita særðum læknisaðstoð.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sunna Ósk ráðin upplýsingafulltrúi
Almennar fréttir 10. mars 2025Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð
Almennar fréttir 06. mars 2025Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 í Múlanum - samvinnuhúsi, Bakkavegi 5, 740 Neskaupsstað

Þingmenn skuldbinda sig til að tala fyrir málefnum barna á Alþingi
Almennar fréttir 03. mars 2025Hópur tíu þingmanna allra flokka á Alþingi skrifuðu undir yfirlýsingu í dag sem fól í sér skuldbindingu um að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu og leitast við að tileinka sér barnvæn sjónarmið. Þetta var í sjöunda skiptið sem talsmenn barna á Alþingi eru skipaðir og er verkefnið samstarf Barnaréttindavaktarinnar. Að Barnaréttindavaktinni standa níu félagasamtök sem láta sig réttindi og velferð barna varða. Það eru Barnaheill, Heimili og skóli, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn, Samfés, UMFÍ, UNICEF á Íslandi, Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök.