Alþjóðastarf
Haraldur Logi sendifulltrúi við störf í Úkraínu
11. júlí 2022
Í síðustu viku hélt Haraldur Logi Hringsson lögreglumaður til Úkraínu þar sem hann mun starfa með neyðarteymi Alþjóðasambands Rauða krossins (IFRC) vegna aðgerðar í tengslum við átökin í Úkraínu.
Haraldur Logi mun sinna öryggismálum, í stöðu Security Delegate í tengslum við starfsemi Rauða krossins og verður aðal starfsstöð hans í borginni Vinnytsia. Starfið mun meðal annars fela í að veita faglega ráðgjöf í öryggisáhættustjórnun (SRM – Security Risk management), uppfæra viðbragðsáætlanir, umsjón með framkvæmd verklagsreglna og öryggistilkynninga á starfsvæðinu ásamt því að greina öryggis-, pólitískar -, og efnahagslega stöðu á tilteknu svæði .
Þetta er fyrsta starfsferð Haraldar Loga fyrir Rauða krossinn á alþjóðavettvangi en hann hefur verið á viðbragðslista Rauða krossins á Íslandi í nokkur ár og hlotið viðeigandi þjálfun í tengslum við sína sérhæfingu innan Alþjóða Rauða krossins.
Öllu jafna sinnir Haraldur störfum sem lögreglufulltrúi hjá lögregluembættinu á Norðurlandi Eystra. Hann er með BA gráðu í lögreglu- og löggæslufræðum frá Háskólanum á Akureyri og MBA gráðu frá Háskóla Íslands.
Rauði krossinn þakkar lögregluembættinu á Norðurlandi Eystra fyrir veita Haraldi Loga tímabundna lausn frá störfum sínum hjá embættinu og styðja þannig við hjálparstarf Rauða krossins í Úkraínu.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitGísli Rafn Ólafsson ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 04. febrúar 2025Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku.
Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza
Almennar fréttir 29. janúar 2025Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar styrkir Frú Ragnheiði um 1.300.000 krónur
Almennar fréttir 24. janúar 2025Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins afhenti nýverið skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, styrk að andvirði 1.300.000 króna. Upphæðin er afrakstur sölu á jólabasar kvennadeildarinnar, auk handverks sem framleitt var af Prjónahópnum og selt í sölubúðum á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi.