Alþjóðastarf
Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) fundar í Kænugarði
17. mars 2022
Peter Maurer, forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) er nú staddur í Kænugarði í fimm daga í þeim tilgangi að kalla eftir auknu aðgengi mannúðaraðstoðar og hvetja til þess að dregið verði úr þjáningu óbreyttra borgara og þeir verndaðir.
Í ferð sinni mun Maurer sjá og kynna sér áskoranirnar sem óbreyttir borgarar standa frammi fyrir vegna átakanna auk þess að hitta fulltrúa ríkisstjórnar Úkraínu og kanna hvernig Rauði krossinn getur aukið enn frekar við hlutlausa og óhlutdræga mannúðaraðstoð sína sem felst m.a. í mataraðstoð, sjúkravörum og öðrum varningi til þolenda átakanna.
„Eftir gífurlegar þjáningar almennra borgara og viðamikil fjarsamskipti okkar við stjórnvöld í Rússlandi og Úkraínu finnst mér afar mikilvægt að við hittumst augliti til auglitis og getum rætt ítarlega um mikilvægi hlutlausrar, sjálfstæðrar og óhlutdrægrar mannúðaraðstoðar og að leyfi okkar til að starfa í landinu sé fullkomlega skilið og samþykkt af yfirvöldum“ sagði Maurer.
Í fyrradag aðstoðaði Rauði krossinn þúsundir óbreyttra borgara að komast örugga leið frá borginni Sumy. Um tvær bílalestir með a.m.k. 80 rútum er að ræða sem fóru frá Sumy til borgarinnar Lubny. „Umfang þessara hörmunga er einfaldlega óskiljanlegt. Hér eru hundruðir óbreyttra borgara sem reyna að komast í rútur og við munum reyna að fylgja bílalestinni og koma þeim aftur í einhverskonar öryggi“ sagði Erik Tollefsen, sendifulltrúi ICRC sem var viðstaddur aðgerðirnar.
Alþjóðaráð Rauða krossins vonast til að fleiri öruggar undakomuleiðir verði fundnar fyrir óbreytta borgara sem þurfa að komast frá átakasvæðum og eru í þörf fyrir brýna mannúðaraðstoð. Hingað til hefur Rauði krossinn aðstoðað um 60 þúsund óbreytta borgara að komast í öruggara umhverfi frá mismunandi borgum innan Úkraínu.
Alþjóðaráð Rauða krossins leggur áherslu á að auka virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum sem og skilning á hlutverki Alþjóðaráðs Rauða krossins við að heimsækja stríðsfanga og aðra sem eru teknir höndum í tengslum við vopnuð átök og stuðla að aukinni vernd þeirra sem taka ekki lengur þátt í átökunum sem og vernd óbreyttra borgara og borgaralegra innviða.
Í ferð sinni um Úkraínu mun Peter Maurer hitta starfsfólk og sjálfboðaliða Rauða krossins sem bera uppi mannúðarstarf í landinu og sömuleiðis halda áfram reglubundnum viðræðum sínum við embættismenn í Moskvu um mannúðaraðstoð.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.