Alþjóðastarf
Fæðuskortur í skugga COVID-19
21. apríl 2020
Þegar heimsfaraldur ógnar lífi og heilsu einstaklinga í ofanálag við fæðuskort þarf að taka höndum saman og bregðast hratt við
Fæðuskortur í skugga COVID-19
Í Afríku sunnan Sahara búa yfir 20 milljónir barna og foreldrar þeirra við mikinn fæðuskort. COVID-19 smitum í Afríku fjölgar nú ört og mikil hætta er á hraðri útbreiðslu í álfunni þar sem innviðir eru ekki nógu sterkir til að stemma stigu við faraldrinum. Þrátt fyrir slæmt ástand víðsvegar í heiminum má búast við ófyrirsjáanlegum afleiðingum á líf og heilsu fólks í löndum Afríku ef útbreiðsla faraldursins verður óheft. Þegar heimsfaraldur ógnar lífi og heilsu einstaklinga í ofanálag við fæðuskort þarf að taka höndum saman og bregðast hratt við.
Rauði krossinn er til staðar í Afríku. Sjálfboðaliðar hreyfingarinnar þekkja sitt nærsamfélag og vita hvað þarf, fyrir hverja, á hvaða tíma og á hvaða stað. Þannig er tryggt að aðstoðin komist skjótt til þeirra sem mest þurfa á henni að halda. Ásamt því að fræða sín samfélög um hvernig eigi að verjast COVID-19 og aðstoða stjórnvöld við að fyrirbyggja útbreiðslu, sinna sjálfboðaliðar Rauða krossins skilvirkri og áreiðanlegri dreifingu lífsbjargandi hjálpargagna, meðal annars næringu fyrir svöng börn.
Látum ekki sjálfboðaliða Rauða krossins standa tómhentir þar sem þörfin er mest. Leggjumst á eitt við að fylla fang þeirra af lífsbjargandi hjálpargögnum, matvælum og hreinlætisvörum sem bjarga lífum - á tímum Covid19 sem öðrum tímum. Þú getur hjálpað með því að leggja Rauða krossinum lið með því að gerast Mannvinur Rauða krossins.
Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sunna Ósk ráðin upplýsingafulltrúi
Almennar fréttir 10. mars 2025Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð
Almennar fréttir 06. mars 2025Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 í Múlanum - samvinnuhúsi, Bakkavegi 5, 740 Neskaupsstað

Þingmenn skuldbinda sig til að tala fyrir málefnum barna á Alþingi
Almennar fréttir 03. mars 2025Hópur tíu þingmanna allra flokka á Alþingi skrifuðu undir yfirlýsingu í dag sem fól í sér skuldbindingu um að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu og leitast við að tileinka sér barnvæn sjónarmið. Þetta var í sjöunda skiptið sem talsmenn barna á Alþingi eru skipaðir og er verkefnið samstarf Barnaréttindavaktarinnar. Að Barnaréttindavaktinni standa níu félagasamtök sem láta sig réttindi og velferð barna varða. Það eru Barnaheill, Heimili og skóli, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn, Samfés, UMFÍ, UNICEF á Íslandi, Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök.