Alþjóðastarf
Björgunarskipið Ocean Viking bjargar fólki
27. apríl 2022
Björgunarskipið Ocean Viking, sem Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) og samtökin SOS Mediterranee halda úti, er hluti af þeirri mannúðaraðstoð sem veitt er flóttafólki við Miðjarðarhaf og samvinnuverkefni fjölmargra landsfélaga Rauða krossins sem aðstoða fólk á flótta víðsvegar í löndum Afríku, Mið-Austurlöndum og Evrópu.
Síðustu 48 tíma hefur Ocean Viking bjargað 164 einstaklingum, þ.m.t. 2 konum, 47 fylgdarlausum börnum og 1 árs gömlu barni. Fólkið er nú í umsjá Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans og SOS Mediterranee.
Hinn sorglegi atburður varð þó fyrir seinni björgunina að 12 einstaklingar létust eftir að gúmmíbáturinn fór frá Líbýu. 15 einstaklingar féllu í vatnið vegna þrengsla og öldugangs. Þau sem voru eftir um borð náðu að bjarga 3 úr vatninu en 12 einstaklingar drukknuðu. Þetta gerðist áður en Ocean Viking sá bátinn og kom til bjargar en fengu upplýsingar um þetta frá þeim eftirlifandi.
Líkt og hægt er að ímynda sér upplifir fólkið erfiðar tilfinningar í kjölfar hræðilegra atburða sem þessa og teymi Rauða krossins veitir þeim sálrænan stuðning.
Hér má lesa um aðgerðir Rauða krossins á Miðjarðarhafi.
Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt við verkefnið bæði með tveimur sendifulltrúum en einnig með fjárframlagi m.a.með stuðningi utanríkisráðuneytisins.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.