Alþjóðastarf
Áratugur af átökum
17. mars 2021
Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í 10 ár um þessar mundir. Hundruðir þúsunda eru látin. Milljónir eru á flótta. Þúsundir hafa horfið sporlaust.
Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í 10 ár um þessar mundir. Hundruðir þúsunda eru látin. Milljónir eru á flótta. Þúsundir hafa horfið sporlaust.
Átökin í Sýrlandi hafa einkennst af miklu mannfalli, eyðileggingu heimila, innviða og þjónustu og því haft mjög alvarleg áhrif á líf og störf íbúa landsins. Þörfin fyrir mannúðaraðstoð er enn gríðarleg og hætta á að sú þörf yfirgnæfi enn frekar núverandi viðbragðsgetu hjálparsamtaka og þolgæði íbúanna sjálfra. Að auki hefur versta efnahagskreppa síðari ára, refsiaðgerðir erlendra ríkja og COVID-19 heimsfaraldurinn, sem er bæði heilsufarsleg og efnahagsleg ógn, ýtt íbúum landsins enn dýpra í fátækt. Í dag telur Rauði krossinn að um 13,4 milljónir íbúa landsins (af 18 milljónum) þurfi á mannúðaraðstoð að halda sem er 20% aukning miðað við síðustu 12 mánuði.
„Síðasti áratugur hefur einkennst af missi fyrir alla Sýrlendinga. Fyrir unga Sýrlendinga hafa síðustu tíu ár einkennst af missi ástvina, missi tækifæra en einnig því tækifæri að geta haft stjórn á eigin framtíð...” segir Robert Mardini, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC).
Til að minnast áratugs af grimmilegum átökum í Sýrlandi og rýna í þau áhrif sem þessi tími hefur haft á líf og framtíð Sýrlendinga, framkvæmdi Alþjóðaráð Rauða krossins könnun meðal 1.400 sýrlenskra ungmenna á aldrinum 18-25 ára í Sýrlandi, Líbanon og Þýskalandi. Svör flestra lutu að sundruðum fjölskyldum og vináttu, gífurlegum efnahagsþrengingum og áhyggjum ásamt þeim djúpstæðu sálfræðilegu áhrifum sem þau hafa upplifað vegna margra ára stríðs, ofbeldis og sundrungar.
Í landi þar sem helmingur landsmanna er undir 25 ára aldri gefur þessi könnun innsýn inn í það sem milljónir Sýrlendinga hafa mátt þola síðustu árin. Þar kemur fram að allt að eitt af hverjum tveimur ungmennum, eða 47%, hafa misst náinn ættingja eða vin í átökum síðustu ár og eitt af hverjum sex átt foreldri sem hefur látist eða slasast í átökunum. Rúmlega helmingur aðspurðra höfðu misst samband við náinn ættingja en þessi tala náði allt að 70% meðal ungra Sýrlendinga sem flúið höfðu til Líbanon. 62% sögðust hafa neyðst til að flýja heimili sín og um 85% ungs fólks innan Sýrlands eiga í erfiðleikum með að finna og/eða eiga fyrir helstu nauðsynjum. 57% aðspurða höfðu misst mörg ár úr menntun sinni.
Konur hafa orðið sérstaklega illa úti efnahagslega en um 30% ungra kvenna hafa engar tekjur til að framfleyta fjölskyldum sínum. Áhrif átakanna á geðheilsu eru einnig skýr, en undanfarna 12 mánuði hefur ungt fólk í Sýrlandi átt við svefntruflanir að stríða, kvíða, þunglyndi einveru, gremju og vanlíðan í tengslum við átökin. Þau nefndu að aðgangur að sálrænum stuðningi væri eitt af því sem þau þyrftu hvað mest á að halda ásamt efnahagslegum tækifærum, aðgangi að heilsugæslu og menntun.
Hér má heyra hvað þau Taher sem býr í Þýskalandi, Iman sem býr á Spáni, Rami og Amina sem búa í Sýrlandi og Fatima sem býr í Líbanon hafa að segja.
Rauði krossinn á Íslandi með stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins hefur stutt við starf Alþjóðaráðs Rauða krossins í Sýrlandi frá upphafi stríðsins árið 2011 með fjármagni til beinna mannúðaraðgerða en einnig með störfum sex íslenskra sendifulltrúa sem hafa, meðal annars, unnið að heilbrigðisstörfum á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Al Hassakeh í norðaustur Sýrlandi. Þá eru einnig ótalin framlög og störf fimm íslenskra sendifulltrúa í nágrannaríkjum Sýrlands til stuðnings flóttafólki frá Sýrlandi.
„Átökin í Sýrlandi varða okkur öll“, segir Kristín S.Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Þótt Sýrland sé fjarriÍslandsströndum hafa átökin þar haft mikil áhrif á okkur sem hér búa. Þótt viðgetum flest ekki ímyndað okkur þá erfiðleika sem fólkið í Sýrlandi hefur gengiðí gegnum undanfarin áratug höfum við sem manneskjur sem betur fer þannhæfileika að geta sýnt samkennd. Og sú samkend hefur orðið til þess að fjöldi Íslendingahefur lagt Sýrlendingum lið á einn eða annan hátt, til dæmis með fjárframlögumtil lífsbjargangi mannúðarstarfa á vettvangi átaka, sem sendifulltrúar ávettvangi eða með því að liðsinna þeim Sýrlendingum sem leitað hafa verndar áÍslandi með sjálfboðastarfi á vegum Rauða krossins. Við hjá Rauða krossinum áÍslandi höldum áfram að treysta á stuðning þjóðarinnar til að koma til móts viðstríðshrjáða í Sýrlandi.“
Alþjóðaráð Rauða krossins heldur áfram að veitamannúðaraðstoð innan Sýrlands og utan og mun leggja áherslu að aðgang aðþolendum átaka, sérstaklega á einangruðum svæðum, í þeim tilgangi að veita þeimsem þar eru nauðsynlega mannúðaraðstoð, þ.m.t. aðgang að mat, vatni,heilsugæslu og annarri lífsnauðsynlegri aðstoð.
Mynd: Jerome Sessini/Magnum Photos fyrir ICRC. Miðbær Homs, 25. febrúar 2016.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.