Alþjóðastarf
Alþjóðaráð Rauða krossins sameinar fjölskyldur og flytur hjálpargögn
27. nóvember 2023
Alþjóðaráð Rauða krossins hóf nokkurra daga aðgerð síðasta föstudag sem gengur út á að styðja við lausn og flutning gísla sem voru í haldi Hamas á Gaza til Ísraels, sem og Palestínumanna sem voru í haldi Ísraels til Vesturbakkans. Um leið voru bráðnauðsynleg hjálpargögn flutt til Gaza.

Síðustu daga hefur Alþjóðaráðið (ICRC), í hlutverki sínu sem hlutlaus milliliður, flutt gísla sem voru í haldi á Gaza til ísraelskra stjórnvalda og loks til fjölskyldna sinna, sem og Palestínumanna sem voru í haldi Ísraels til yfirvalda á Vesturbakkanum, svo þeir geti sameinast fjölskyldum sínum á ný. ICRC flutti einnig lækningavörur til sjúkrahúsa á Gaza.
Aðilar átakanna samþykktu öll smáatriði aðgerðanna, þar á meðal hverjir yrðu leystir úr haldi og hvenær. ICRC tók ekki þátt í samningarviðræðunum, en hlutverk ráðsins, sem hlutlaus milliliður, er að greiða fyrir framkvæmd þess sem samið var um.
Nauðsynlegt er að koma mannúðlega fram við alla gísla og fólk í varðhaldi og grundvallarhugsjónir mannúðar ber að virða öllum stundum, einnig þegar fólk er leyst úr haldi og flutt milli staða.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sunna Ósk ráðin upplýsingafulltrúi
Almennar fréttir 10. mars 2025Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð
Almennar fréttir 06. mars 2025Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 í Múlanum - samvinnuhúsi, Bakkavegi 5, 740 Neskaupsstað

Þingmenn skuldbinda sig til að tala fyrir málefnum barna á Alþingi
Almennar fréttir 03. mars 2025Hópur tíu þingmanna allra flokka á Alþingi skrifuðu undir yfirlýsingu í dag sem fól í sér skuldbindingu um að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu og leitast við að tileinka sér barnvæn sjónarmið. Þetta var í sjöunda skiptið sem talsmenn barna á Alþingi eru skipaðir og er verkefnið samstarf Barnaréttindavaktarinnar. Að Barnaréttindavaktinni standa níu félagasamtök sem láta sig réttindi og velferð barna varða. Það eru Barnaheill, Heimili og skóli, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn, Samfés, UMFÍ, UNICEF á Íslandi, Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök.