Alþjóðastarf
Alþjóðaráð Rauða krossins sameinar fjölskyldur og flytur hjálpargögn
27. nóvember 2023
Alþjóðaráð Rauða krossins hóf nokkurra daga aðgerð síðasta föstudag sem gengur út á að styðja við lausn og flutning gísla sem voru í haldi Hamas á Gaza til Ísraels, sem og Palestínumanna sem voru í haldi Ísraels til Vesturbakkans. Um leið voru bráðnauðsynleg hjálpargögn flutt til Gaza.

Síðustu daga hefur Alþjóðaráðið (ICRC), í hlutverki sínu sem hlutlaus milliliður, flutt gísla sem voru í haldi á Gaza til ísraelskra stjórnvalda og loks til fjölskyldna sinna, sem og Palestínumanna sem voru í haldi Ísraels til yfirvalda á Vesturbakkanum, svo þeir geti sameinast fjölskyldum sínum á ný. ICRC flutti einnig lækningavörur til sjúkrahúsa á Gaza.
Aðilar átakanna samþykktu öll smáatriði aðgerðanna, þar á meðal hverjir yrðu leystir úr haldi og hvenær. ICRC tók ekki þátt í samningarviðræðunum, en hlutverk ráðsins, sem hlutlaus milliliður, er að greiða fyrir framkvæmd þess sem samið var um.
Nauðsynlegt er að koma mannúðlega fram við alla gísla og fólk í varðhaldi og grundvallarhugsjónir mannúðar ber að virða öllum stundum, einnig þegar fólk er leyst úr haldi og flutt milli staða.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.