Alþjóðastarf
Aðstæður flóttafólks í Grikklandi
05. febrúar 2020
Rauði krossinn ítrekar fyrri afstöðu sína um að ekki sé boðlegt að senda fólk til Grikklands.
Eftir umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV í gærkvöldi og ummæli setts forstjóra Útlendingastofnunar vill Rauði krossinn á Íslandi árétta og ítreka fyrri afstöðu sína að ekki sé boðlegt að senda flóttafólk aftur til Grikklands. Þeirri afstöðu hefur verið komið skýrt á framfæri við Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála, á fundi síðastliðið sumar með dómsmálaráðherra og í opinberri umræðu.
Þá er það skýrt af hálfu Rauðakrossins að ekki þurfi lagabreytinga við til að breyta núverandi framkvæmd, aðsenda flóttafólk sem hlotið hefur alþjóðlega vernd í Grikklandi til baka, endahafa bæði Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála fallist á í einstökummálum að senda fólk ekki til baka og taka mál til efnismeðferðar hér á landi.
Rauði krossinn ítrekar þá afstöðu sína aðaðstæður þeirra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi séu sambærilegareða verri en þeirra sem bíða afgreiðslu umsóknar sinnar þar í landi. Í þvísamhengi er vísað til gildandi ákvörðunar hérlendra stjórnvalda frá 2010 um aðhætta endursendingum umsækjenda um alþjóðlega vernd hverra umsóknir eru enntil meðferðar hjá grískum stjórnvöldum.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitGísli Rafn Ólafsson ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 04. febrúar 2025Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku.
Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza
Almennar fréttir 29. janúar 2025Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar styrkir Frú Ragnheiði um 1.300.000 krónur
Almennar fréttir 24. janúar 2025Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins afhenti nýverið skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, styrk að andvirði 1.300.000 króna. Upphæðin er afrakstur sölu á jólabasar kvennadeildarinnar, auk handverks sem framleitt var af Prjónahópnum og selt í sölubúðum á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi.