Alþjóðastarf

Aðstæður flóttafólks í Grikklandi

05. febrúar 2020

Rauði krossinn ítrekar fyrri afstöðu sína um að ekki sé boðlegt að senda fólk til Grikklands.

Eftir umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV í gærkvöldi og ummæli setts forstjóra Útlendingastofnunar vill Rauði krossinn á Íslandi árétta og ítreka fyrri afstöðu sína að ekki sé boðlegt að senda flóttafólk aftur til Grikklands. Þeirri afstöðu hefur verið komið skýrt á framfæri við Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála, á fundi síðastliðið sumar með dómsmálaráðherra og í opinberri umræðu.

Þá er það skýrt af hálfu Rauðakrossins að ekki þurfi lagabreytinga við til að breyta núverandi framkvæmd, aðsenda flóttafólk sem hlotið hefur alþjóðlega vernd í Grikklandi til baka, endahafa bæði Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála fallist á í einstökummálum að senda fólk ekki til baka og taka mál til efnismeðferðar hér á landi.

Rauði krossinn ítrekar þá afstöðu sína aðaðstæður þeirra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi séu sambærilegareða verri en þeirra sem bíða afgreiðslu umsóknar sinnar þar í landi. Í þvísamhengi er vísað til gildandi ákvörðunar hérlendra stjórnvalda frá 2010 um aðhætta endursendingum umsækjenda um alþjóðlega vernd hverra umsóknir eru enntil meðferðar hjá grískum stjórnvöldum.