Almennar fréttir
Vinaverkefnin fá styrk frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu
19. apríl 2022
Vinaverkefni Rauða krossins og verkefnið Aðstoð eftir afplánun tók við veglegum styrk frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinum á föstudaginn. Styrkurinn mun nýtast vel í okkar starfi.
Vinaverkefni Rauða krossins snúast um að koma í veg fyrir félagslega einangrun og hlutverk sjálfboðaliða er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju.
Styrkveitingin fór fram á Hilton hótelinu og Guðmundur Ingi félags- og vinnumarkaðsráðherra sá um athöfnina og tók vel á móti öllum.
Við þökkum kærlega fyrir styrkinn og þökkum sjálfboðaliðunum okkar fyrir þeirra ómetanlega starf sem heldur uppi svona líka öflugu starfi.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.