Almennar fréttir

Vinaverkefnin fá styrk frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu

19. apríl 2022

Vinaverkefni Rauða krossins og verkefnið Aðstoð eftir afplánun tók við veglegum styrk frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinum á föstudaginn. Styrkurinn mun nýtast vel í okkar starfi.

Vinaverkefni Rauða krossins snúast um að koma í veg fyrir félagslega einangrun og hlutverk sjálfboðaliða er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju.

Styrkveitingin fór fram á Hilton hótelinu og Guðmundur Ingi félags- og vinnumarkaðsráðherra sá um athöfnina og tók vel á móti öllum.

Við þökkum kærlega fyrir styrkinn og þökkum sjálfboðaliðunum okkar fyrir þeirra ómetanlega starf sem heldur uppi svona líka öflugu starfi.

 

Guðmundur Ingi félags- og vinnumarkaðsráðherra & Hera Hallbera verkefnastjóri Heimsóknavina og Gönguvina