Almennar fréttir
Viltu gerast fjar-sjálfboðaliði? Rauði krossinn óskar eftir símavinum
28. ágúst 2020
Símavinir er verkefni Rauða krossins þar sem sjálfboðaliðar Rauða krossins hringja til þeirra sem þess óska.
Símavinir er verkefni Rauða krossins þar sem sjálfboðaliðar hringja til þeirra sem þess óska.
Stutt samtal getur skipt sköpum í lífi fólks en um er að ræða vinaspjall í allt að hálftíma í senn, tvisvar í viku, á tíma sem báðum aðilum hentar.
Verkefnið er byggt upp á svipaðan hátt og heimsóknavinir Rauða krossins en þar sem að sími er notaður er fjarlægð engin hindrun. Allir geta því fengið símavin óháð búsetu og er því auðvelt að eignast vini allt í kringum landið.
Rauði krossinn óskar eftir sjálfboðaliðum í verkefnið og getur þú fyllt út umsókn, haft samband í síma 570-4062 eða sent tölvupóst á sigridur.ella@redcross.is
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.