Almennar fréttir
Útkall á Keflavíkurflugvelli
26. júlí 2022
Viðbragðshópur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu var kallaður út í gær vegna flugvélar á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Seattle í Bandaríkjunum en var snúið við yfir Grænlandi vegna sprengjuhótunar. Þegar vélin lenti í Keflavík var hún rýmd og allir farþegar fluttir á lokað svæði á flugvellinum. Um borð í vélinni voru 266 farþegar.
Viðbragðshópur Rauða krossins lagði af stað frá höfuðborgarsvæðinu um kl 19:00 í gærkveldi áleiðis til Keflavíkurflugvallar. Einnig mætti viðbragshópur Rauða krossins á Suðurnesjum.
Rauði krossinn sinnti verkefnum í flugstöðinni í u.þ.b. fimm klukkustundir, veitti farþegum sálrænan stuðning, aðstoðaði við matarúthlutanir og upplýsingagjöf til farþega. Á mynd sem fylgir fréttinni má sjá hluta af viðbragðshópi Rauða krossins er sinnti verkefnum í flugstöðinni. Frá vinstri eru þær Elva Hlín, Erna María, Silja Dögg, Guðbjörg María, Anna Sigríður og Bergþóra Halla.
Rauði krossinn vill nota tækifærið og þakka öllum Mannvinum Rauða krossins fyrir stuðninginn. Stuðningur Mannvina gerir starf viðbragðshópa okkar mögulegt.
Hægt er að gerast Mannvinur hér.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.