Almennar fréttir
Útkall á Keflavíkurflugvelli
26. júlí 2022
Viðbragðshópur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu var kallaður út í gær vegna flugvélar á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Seattle í Bandaríkjunum en var snúið við yfir Grænlandi vegna sprengjuhótunar. Þegar vélin lenti í Keflavík var hún rýmd og allir farþegar fluttir á lokað svæði á flugvellinum. Um borð í vélinni voru 266 farþegar.
Viðbragðshópur Rauða krossins lagði af stað frá höfuðborgarsvæðinu um kl 19:00 í gærkveldi áleiðis til Keflavíkurflugvallar. Einnig mætti viðbragshópur Rauða krossins á Suðurnesjum.
Rauði krossinn sinnti verkefnum í flugstöðinni í u.þ.b. fimm klukkustundir, veitti farþegum sálrænan stuðning, aðstoðaði við matarúthlutanir og upplýsingagjöf til farþega. Á mynd sem fylgir fréttinni má sjá hluta af viðbragðshópi Rauða krossins er sinnti verkefnum í flugstöðinni. Frá vinstri eru þær Elva Hlín, Erna María, Silja Dögg, Guðbjörg María, Anna Sigríður og Bergþóra Halla.
Rauði krossinn vill nota tækifærið og þakka öllum Mannvinum Rauða krossins fyrir stuðninginn. Stuðningur Mannvina gerir starf viðbragðshópa okkar mögulegt.
Hægt er að gerast Mannvinur hér.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.