Almennar fréttir
Verkís styrkir starf Rauða krossins á Íslandi
21. desember 2023
Á dögunum afhenti verkfræðistofan Verkís Rauða krossinum á Íslandi 1,5 milljón króna til styrktar hjálparstarfi félagsins.
Verkfræðistofan Verkís, elsta verkfræðistofa landsins, bauð fulltrúa Rauða krossins í heimsókn til sín á dögunum til að taka á móti veglegum styrk upp á 1,5 milljón króna.
Verkís vill með þessu styðja hjálparstarf Rauða krossins og féð verður nýtt til að fjármagna verkefni félagsins. Rauði krossins á Íslandi er afar þakklátur fyrir þetta framlag í þágu mannúðar!
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.