Almennar fréttir
Verkís styður Rauða krossinn
25. maí 2022
Stjórn Verkís ákvað að veita þremur málefnum veglegan styrk í tilefni af 90 ára afmæi fyrirtækisins í ár.
Styrkurinn til Rauða krossins fer til aðstoðar vegna átakanna í Úkraínu.
Rauði krossinn er afar þakklátur fyrir þetta mikilvæga framlag til mannúðarmála.
Frá vinstri á ljósmynd: Helgi Þór Helgason stjórnarformaður Verkís, Susanne Freuler varaformaður Verkís, Brynhildur Bolladóttir fyrir hönd Rauða krossins og Egill Viðarsson framkvæmdastjóri.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bráðaliðar drepnir við störf sín
Alþjóðastarf 31. mars 2025Alþjóðaráð Rauða krossins segir svívirðilegt að átta bráðaliðar á vegum palestínska Rauða hálfmánans, auk starfsmanna almannavarna á Gaza og Sameinuðu þjóðanna, hafi verið drepnir við störf sín á svæðinu.

Þróunarsamvinna aldrei mikilvægari en nú
Almennar fréttir 28. mars 2025Bakslag í mannréttindum og minnkandi stuðningur við þróunarsamvinnu verður til umræðu á opnum fundi í Þjóðminjasafninu þriðjudaginn 1. apríl.

Efla seiglu með fræðslu og stuðningi
Innanlandsstarf 28. mars 2025Styrkur frá Rio Tinto hefur gert Rauða krossinum kleift að veita Grindvíkingum margvíslegan félagslegan stuðning á erfiðum tímum. Áfram verður haldið að styðja við þá og aðra íbúa á Suðurnesjum.